Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 8. september 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 8. september 2011 kl. 10:15
  haldinn í SÍM húsinu

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásta Ólafsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir sem jafnframt var fundarritari.

Fundur settur kl. 10:15.

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Ásta gerði athugasemd varðandi 3 lið Fundargerðarinnar (Núllið Bankastræti). Verður það betrumbætt.
 2. Dagskrá fundar riðlast þar sem Ingibjörg kemur á fundinn síðar og Guðný Margrét Magnúsdóttir kemur á fundinn kl. 11:00.
 3. Önnur mál.
 4. Erindi Dóru Rögnvaldsdóttur varðandi inngöngu í SÍM tekið fyrir aftur, samþykkt.
 5. Rætt um fyrirkomulag Beijing Biennale, vegna fyrri reynslu hefur stjórn SÍM nú ákveðið að auglýsa Biennalinn til allra félagsmanna og þeir geta sótt um sjálfir. SÍM getur svo gefið álit þegar sitt þegar listi liggur fyrir um umsækjendur.
 6. Ásta lagði til að kannað yrði hver velur inn á sýningar erlendis sem styrktar eru af Íslandsstofu sbr. yfirstandandi sýningar í Frankfurt og Peking. Ásta ætlar að kanna það.
 7. Erindi frá Önnu Hallin ofl. leigjendum á Nýlendugötu 14. dagsett 30. ágúst 2011 – til umræðu og afgreiðslu. Ingibjörg kemur á fundinn kl. 11:45. Erindi hópsins var rætt. Ákveðið var að húsaleiga verði felld niður fyrir í júlí. Ingibjörgu er falið að leysa þessi mál og húsaleiga hugsanlega felld niður að hluta til í ágúst á 2. og 3. hæð.
 8. Launasjóður myndlistarmanna og verklagsreglur hans– til umræðu. Guðný Margrét Magnúsdóttir kemur á fundinn og segir frá formannssetu í sjóðnum. Guðný kom á fundinn kl. 11 .10. Hildigunnur gengur á fund kl. 11.15. Guðný gerði grein fyrir vinnubrögðum úthlutunarnefndarinnar. Katrín gengur af fundi 12:15 og Hrafnhildur tekur við ritarastörfum. Greinilegt er að nefndin leggur mikla vinnu og vandar sig við að deila út þeim mánuðum sem til skiptanna er. Ingibjörg upplýsti að áður fyrr hafi SÍM útbúið möppu fyrir nefndina. Ákveðið var að senda nefndinni rafrænt ýmsar upplýsingar er varðar setu í úthlutunarnefnd.

Önnur mál frh.:

 1. Efnahags- og skattanefnd. Tillögur Hrafnhildar til efnahags- og skattanefndar lagðar fram. Þær verða sendar til stjórnarmanna og þeir beðnir að gefa álit sitt .
 2. SÍM Residency Berlín. Formleg opnun á gestavinnustofum SÍM í berlín verður 24. september. Á opnuninni mun liggja frammi nýr bæklingur SÍM. Boðskort verða send út á póstlista Íslenska                   sendiráðsins í Berlín og til SÍM félaga.
 3. Tekjur myndlistarmanna. Hægt er að fá heildartölu yfir tekjur myndlistarmanna í SÍM frá skattstjóra fyrir kr. 20.000. Ásta leggur til að SÍM nálgist þessi gögn til að stjórn Sím geti gert sér grein fyrir meðaltekjum félagsmanna sinna, sem nauðsynlegt er að hafa yfirsýn yfir í baráttu okkar fyrir bættum kjörum myndlistarmanna

Fundi slitið. kl. 13.25

Næsti fundur verður haldinn 29. september kl. 10:00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com