Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 6. október 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 6. október 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður sem ritaði fundinn, Ásta Ólafsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri. Hildigunnur Birgisdóttir boðaði forföll.

 

Fundur settur kl. 13:15

Fundurinn er ekki ákvarðanabær þar sem einungis tveir fulltrúar eru mættir. Fundarefni eru því einungis til umræðu og verða tekin til efnislegrar ákvörðunar á næsta fundi.

 

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundargerð síðsta fundar telst samþykkt þar sem ekki hafa borist athugasemdir.
 2. Starfsáætlun – farið yfir og rætt um framhaldið. Frestað til næsta fundar.
 3. Tillaga að breyttum texta í tollskrá til efnahags- og skattanefndar – til umræðu og afgreiðslu. Frestað til næsta fundar.
 4. Önnur mál.
  1. Formaður leggur fram skýrslu vegna fundar, messu og ráðstefnu í Finnlandi ásamt formlegrar opnunar á gestavinnustofu í Berlín – SÍM Residency Berlin. Skýrslan er einnig send rafrænt til stjórnarmanna.
  2. Formaður hefur þegar sent bréf til Menningar- og ferðamálaráðs til að ítreka það að SÍM fái svar við bréfi frá 1. júní með ályktun aðalfundar um afturköllun uppsagnar á húsnæði sambandsins í Hafnarstræti 15. Afrit af bréfi ásamt fylgigjögnum var sent stjórn í gær.
  3. Katrín Elvarsdóttir, sem ekki komst á fundinn, bað um að sett yrði á dagskrá næsta fundar málefni KÍM, þar sem hún hefur nú tekið við af Hildigunni sem fulltrúi SÍM í KÍM. Dóróthea Kirch verður beðin um að koma á fundinn og skýra frá málum.
  4. Finna þarf nýjan fulltrúa félagsmanna með einstaklingsaðild í sambandsráði SÍM þar sem Sigþrúður Pálsdóttir sem gegndi því embætti féll frá í sumar. Formaður talaði við Hjördísi Bersdóttur fráfarandi fulltrúa og er hún tilbúin að sitja sem fulltrúi fram að næstu kosningum. Tillagan verður borin undir næsta fund.
  5. Menningar- og ferðamálráð hefur farið þess á leit við BÍL að tilnefna fulltrúa til setu í faghóp vegna styrkúthlutunar borgarinnar 2012 fyrir 10. okt. Þóra Þórsidóttir myndlistarmaður var tilnefnd í fyrra og sat í faghópnum fyrir hönd BÍL. Þar sem tíminn er naumur og að því gefnu að fjarverandi meðlimum stjórnar SÍM séu því ekki mótfallnir mun formanni falið að hafa samband við Þóru Þórisdóttur og athuga með að vera fulltrúi SÍM á lista BÍL fyrir næsta ár.
  6. Laugardaginn 5. nóvember verður Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur. Þann dag verður einnig opnað formlega vinnustofuhúsnæði SÍM á Nýlendugötu 14. Þennan dag verður einnig haldið málþing í Listasafni Íslands um nýútkomna listasögu og hefur fomaður sÍM verið beðinn um að segja þar skoðun sambandsins á útgáfunni. Gott væri að fá innlegg frá stjórnarmönum um álit þeirra á ritinu.
  7. Erindi Vigfúss Birgissonar vegna myrkraherbergisins á Seljavegi lagt fram, en hann vill bæta aðstöðuna og gefa ljósmyndurum tækifæri á að nýta hana. Ingibjörg mun kalla hann inn til fundar um málið og verður það lagt fyrir stjórn þegar niðurstaða þess fundar liggur fyrir.
  8. Aðalfundur IAA ásamt ráðstefnu verður í enda mánaðar dagana 27.-31. nóvember. Ingibjörg og Hrafnhildur munu sitja þann fund fyrir hönd SÍM að fengnu samþykki stjórnar. Áslaug Thorlacius mun einnig sitja þann fund þar sem hún er gjaldkeri samtakanna, en hennar kostnaður er greiddur af IAA.
  9. Ingibjörg gerði grein fyrir stöðu mála á Nýlendugötu, en treglega hefur gengið að klára húsnæðið. Ýmsir leigjendur hafa farið fram á að fá niðurfellda húsaleigu fyrir ágúst og september. Líkt og ákveðið var á síðasta fundi er Ingibjörgu falið að ganga frá þeim málum. Málalyktan fer eftir því hvort SÍM fær einhverjar frekari tilslakanir frá hendi eiganda vegna seinagangsins.

Ásta óskaði eftir umræðu um eftirfarandi málefni:

 1. Ásta lagði til að samdar yrðu nýjar reglur varðandi rafrænar kosningar. Gengið var frá þessu á síðasta aðalfundi og lögum SÍM breytt til að hægt sé að kjósa rafrænt í næstu kosningum. Rætt var um fyrirkomulag kosninga og að það þurfi að vera skýrt á tölvupóstum að óskað sé eftir framboðum í stjórn. Ingibjörg tók það til greina.
 2. Kostnaður vegna endurskoðunar. Ingibjörg gerði grein fyrir að umsvif SÍM væru það mikil að þetta væri ekki hærra gjald en gengur og gerist, en mun kanna það.
 3. Bréf til Páls Kolbeins hjá Ríkisskattstjóra. Ásta vill að SÍM fái uppgefið hjá Rsk nafnlausan sundurliðaðan tekjustofn allra listamanna SÍM skipt niður í fjögur tekjubil. Niðurstöður gætum við notað okkur í vil í allri kjarabaráttu. Svipuð tekjukönnun var gerð fyrir um 20 árum síðan. Tillagan verður lögð fyrir næsta stjórnarfund til umræðu og afgreiðslu.
 4. Ásta lýsti yfir áhuga fyrir því að SÍM gæfi út blað í líkingu við Billedkunstneren. Þess væri óskandi.
 5. Formaður óskar eftir við Ingibjörgu að stjórn SÍM fengi álíka kynningu á Listskreytingasjóði og við höfum fengið á starfi Myndstefs og Launasjóðs myndlistarmanna á síðustu mánuðum.
 6. Hálfsárs uppgjör SÍM verður lagt fyrir á næsta fundi.
 7. Ingibjörg gerði grein fyrir umsókn til Reykjavíkurborgar vegna Muggs ásamt umsóknar til MOFr vegna Dags myndlistar og gestavinnustofu í Berlín.

Fundi slitið. Kl. 15

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com