Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 5. maí 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 5. maí 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Hildigunnur Birgisdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Ásmundur Ásmundsson. Katrín ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 10:15

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Aðalfundargerð hefur ekki verið send út enn. Verður hún send út síðar í þessari viku til samþykktar.
 2. Stjórn skiptir með sér verkum. Hildigunnur gefur ekki kost á sér í stöðu varaformanns fyrir næsta starfsár. Ásta býður sig fram í stöðu varaformanns, samþykkt. Katrín Elvarsdóttir býður sig fram í starf ritara, samþykkt.
 3. Fundir stjórnar næstu misseri– til ákvörðunar. Hrafnhildur lagði fram tillögur að fundardögum út árið. Fundað verður að meðaltali þriðju hverju viku á fimmtudögum kl. 10:00-12:00. Samþykkt.
 4. Samþykki á ályktun vegna aðalfundar SÍM – til umræðu og afgreiðslu. Ályktun samþykkt og formanni falið að senda hana til Borgarstjóra, borgarráðs og Menningar- og ferðamálaráðs.
 5. Ályktun stjórnar SÍM vegna KÍM – umræðu og afgreiðslu. Hrafnhildi falið að tala við Dóró í KÍM og semja texta til samþykktar stjórnar.
 6. Tilnefningar til úthlutunarnefndar Launasjóðs myndlistarmanna – til umræðu og afgreiðslu.

Hver og einn stjórnarmeðlimur sendi Hrafnhildi sex nöfn sem viðkomandi mælir með í nefndina. Nöfnin verða síðan sett í eitt skjal og farið verður yfir listann á næsta fundi og afgreitt endanlega.

 1. Starfsáætlun, viðbætur – til umræðu og afgreiðslu. Almennar umræður voru um starfsáætlunina. Nánar tekið fyrir á næsta fundi.
 2. Dagur myndlistar – Kristjana Guðjohnsen kynnir. Frestað til næsta fundar þar sem Kristjana er að kynna SÍM hjá Listaháskóla íslands.
 3. Önnur mál.
 4. Rætt var um Myndstef. Ákveðið að taka fyrir á næsta fundi saming LR og Myndstefs og málefni Myndstefs almennt.
 5. Listamannalaun. Á næsta fundi verði tekið fyrir verklagsreglur Launasjóðs myndlistarmanna.
 6. Næsti fundur semji verklagsreglur fyrir skipan í nefndir.
 7. Ingibjörg kynnir:

– samning sem MMR hefur gert við SÍM, vegna fjárframlaga MMR til SÍM. Þetta er fyrsta árið sem slíkur samning er gerður, e hingað til hefur SÍM þurft að sækja slíkan styrk til Fjárlaganefndar.

-Seljavegur. Leigusamningur við Ríkið hefur verið til endurskoðunar. SÍM hefur haft húsnæðið til leigu s.l. Fimm ár. Nú var gerður áframhaldandi samningur til eins árs í einu, uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara, en á sömu kjörum og áður.

-Nýjar tölur frá Hagstofunni um fjölda félagsmanna. Félagsmenn eru nú

-Nýlendugata 14. Ingibjörg lagði fram arkitektateikningar af Seljavegi þar sem húsnæðinu hefur verið deilt niður í minni og stærri vinnustofur.

 1. Hrafnhildur fer á fund NKF (Nordisk Konst Forbund) í Kaupmannahöfn laugardaginn 14. maí og mun gera grein fyrir þeim fundi á næsta stjórnarfundi.
 2. Stjórnarmeðlimir óskuðu eftir við formann að fá sendar allar fundargerðir MOFr og BÍL héðan í frá.

Fundi slitið kl. 12.30

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com