Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 30. maí 2013

Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 30. maí 2013 kl. 10:00-12:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Kristjana ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 10:10

 

  1. Skipan í stjórn SÍM. Erla bar upp fyrirspurn varðandi ákvörðun stjórnar frá fundi þann 15. maí s.l. um skipan varamanns, Rósu Sigrúnar, í stjórn SÍM. Rósa Sigrún óskaði eftir því að víkja af fundi á meðan umræða um skipan varamanns í stjórn fór fram og gekk hún af fundi. Málið var rætt og niðurstaðan fundarins er að standa við ákvörðun stjórnar frá síðasta fundi um skipan varamanns í stjórn. Rósa Sigrún kemur aftur á fundinn.

 

  1. Erindi frá Ásmundi Ásmundssyni. Rætt var um erindi Ásmundar. Stjórnin bókar svar til Ásmundar og er formanni falið að senda honum það formlega.

 

  1. Önnur mál. Formaður lagði til að önnur mál yrðu afgreidd áður en fundurinn sneri sér að vinnufundi vegna MU samningsins.
    1. Samningur Listasafns Reykjavíkur og Myndstefs. Samningur hefur verið undirritaður um greiðslur til Myndstefs um höfundarréttarvarins efnis á netinu og gildir til eins árs í senn eða þar til samningur safnarráðs við Myndstef verður undirritað.
    2. Bréf til listasafna. Formaður hefur sent beiðni um afrit af samningum sem gerðir eru milli safnanna og listamanna og upplýsingar um árlegan fjölda gesta safnanna til eftirfarandi: Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Akureyrar, Listasafn Árnesinga, Listasafn Reykjanesbæjar, Gerðarsafn, Hafnarborg, Listasafn ASÍ og Nýlistasafnsins. Svar barst fyrir fundinn frá Listasafni Árnesinga og Listasafn ASÍ.

 

  1. Staða Myndlistarráðs. Stjórn SÍM felur Hrafnhildi að ítreka við fulltrúa SÍM í Myndlistarráði sem eru skipaðir af stjórn SÍM, að SÍM óski eftir að fá skýrslu um stöðu mála í vinnu Myndlistarráðs um stofnun Myndlistarsjóðsins. Kristjana ber upp spurningu í ljósi þess að frétt um stjórn Hönnunarsjóðs og staða mála þar er ljós. Stjórn SÍM hefur ekki fengið neinar formlegar fréttir af stöðu Myndlistarráðs um Myndlistarsjóðs.

 

  1. Næstu fundir: Næsti stjórnarfundur er skráður 21. ágúst 2013, staðfest er að félagsfundur SÍM verður haldinn á Akureyri 11. júní 2013.

 

  1. VS- samningurinn – vinnufundur. Rætt var um MU samninginn og viðbótarkafla sem nú hafði verið þýddur. Stjórnin fer yfir þýðingu á MU samningnum (sænska), farið var yfir hvern lið og afstaða tekin til þeirra. Tillaga kom að því að breyta nafninu á samningnum sem ákveðið hafði verið: ,,Verkefnis- og sýningarlaun, skammstafað VS-samningurinn” í Þátttöku- og sýningarsamning skammstafað ÞS. Ákveðið var að Ingibjörg og Hrafnhildur vinni að nánari útfærslu á þessum þýdda Grunnsamningi MU og heimfæra hann enn frekar. Þær tillögur verða bornar undir stjórn á næsta stjórnarfundi.

 

Fundi slitið kl. 12.

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com