Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 3. mars 2011

Fundargerð

  1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 3. mars 2011 kl. 10:00
    haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti

   Mættir voru: Ásta Ólafsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Katrín Elfarsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Ingirafn Steinarsson, sem ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 10.18

  1. Rekstraráætlun SÍM 2011 – Ingibjörg kynnir. Til umræðu og afgreiðslu. Bókað er að stjórn hefur séð Rekstraráætlun fyrir árið 2011. Stjórn gerði breytingar á áætluninni og fær Dagur myndlistar 350.000 og Muggur 600.000 Samykkt.
  2. Rekstraryfirlit ársins 2010 og rekstraráætlun SÍM 2010 – Ingibjörg leggur fyrir. Ingibjörg fór yfir rekstraráætlun fyrir árið 2010 og gerði samanburð við 2011.
  3. Þóknun til stjórnar vegna fundarsetu – til umræðu og afgreiðslu. Bókað að 5.000 kr verði borgað fyrir hvern fund.
  4. Laun formanns SÍM – til umræðu og afgreiðslu. Formaður lagði fram gögn og málið rætt. Stjórn kallaði eftir starfslýsingu formanns. Endanlegri ákvörðun frestað til næsta fundar.
  5. Undirbúningur aðalfundar, tillaga að breytingum laga – til umræðu og afgreiðslu. Formaður lagði fram breytingartillögur að lögum SÍM. Samþykkt.
  6. Framboð til stjórnarsetu.   Þrír buðu sig fram til setu í stjórn fyrir tilskilinn frest. Það voru Katrín Elvarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson og Hjördís Bergsdóttir – Dósla, sem bauð sig fram í varastjórn. Þar sem ekki bárust fleiri framboð fyrir tilskilin tímamörk teljast þau sjálfkjörin í stjórn.
  7. Önnur mál. Ingibjörg og Hrafnhildur lögðu fram teikningar af Nýlendugötu 14. en falast hefur verið eftir að leigja það pláss. Samþykkt að þær haldi áfram að leita leiða til að fá húsnæðið undir vinnustofur.

 

Næsti fundur er boðaður: 17.03.2011

Fundi slitið kl. 12.50

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com