Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 26. maí 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 26. maí 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásta Ólafsdóttir varaformaður, Hildigunnur Birgisdóttir, Hjördís Bergsdóttir, sem kom inn sem varamaður fyrir Katrínu Elvarsdóttur og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri.

Fundur settur kl. 10:00

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Ekki bárust athugasemdir við fundargerð síðasta fundar og telst hún því samþykkt.
 2. Tilnefningar til úthlutunarnefndar Launasjóðs myndlistarmanna – til umræðu og afgreiðslu. Fundarmenn fengu í hendur samsettan lista með tillögum að þeim einstaklingum sem stjórnarmenn höfðu lagt til. Ákveðið var að hver fundarmanna myndi gefa atkvæði frá einum upp í sex, þar sem sá sem fengi flest atkvæði yrði efstur á lista. Síðan voru atkvæði talin og formanni falið að hafa samband við fólk í röð eftir atkvæðafjölda.
 3. Kynning formanns vegna fundar NKF í Kaupmannahöfn – til kynningar. Hrafnhildur gerði grein fyrir fundinum og það sem fór þar fram. NKF er greinilega í endurnýjun og samtökin þurfa greinilega á því að halda að skilgreina sjálfan sig. Hrafnhildur mun skila skýrslu um fundinn og setja úrdrátt í fréttabréf. Sú tillaga kom fram að þegar fulltrúi okkar fer á fund erlendis þá skili hann eftirleiðis skýrslu til stjórnar. Samþykkt.
 4. Starfsáætlun, viðbætur – til umræðu og afgreiðslu. Rætt var um starfsáætlunina og henni breytt lítillega. Hrafnhildur sagði frá því að á morgun muni hún mæta með fulltrúum BÍL á fund með efnahags- og skattanefnd alþingis til að ræða um skattamál listamanna. Nefndin hefur ekki verið starfandi frá því um síðustu áramót, vegna aðlögunarferli við Efnahagsbandalag Evrópu og hefur því ekki tekið fyrir skattamál listamanna og einyrkja í landinu.
 5. Dagur myndlistar, Kristjana Guðjohnsen kemur á fundinn – til kynningar og umræðu. Kristjana gerði grein fyrir degi myndlistar í fyrra og hvernig verði unnið að deginum í ár. Algent var að skólarnir héldu að greiða þyrfti fyrir kynninguna. Næst verður kynningunum dreyft yfir lengri tíma, en dagur myndlistar verður fyrstu helgina í nóvember. Fram kom að kynningar í skólum séu mjög mikilvægar og það þyrfti að efla þann hluta dags myndlistar ásamt því að auglýsa daginn og opnu vinnustofurnar betur. Eins væri gott að fá Listaháskóla Íslands í samstarf.
 6. Málefni Myndstefs og samningur LR við Myndstef – til umræðu. Ragnar Th. Sigurðsson er tilbúinn að mæta á næsta fund þann 9. júní til að svara spurningum um Myndstef. Samþykkt að fresta allri umræðu til næsta fundar.
 7. Verklagsreglur stjórnar SÍM vegna skipan í nefndir – til umræðu. Frestað til næsta fundar.
 8. Siðareglur vegna setu í stjórnum og nefndum á vegum samtakanna – til umræðu. Frestað til næsta fundar.

Hildigunnur Birgisdóttir gekk af fundi kl. 12:00.

 1. Önnur mál.
 2. Fundurinn sem átti að vera 7. júlí hefur nú verið færður til 23. júní. Því verður fundað aðra hverja viku á næstu fjórum vikum.
 3. Ingibjörg sagði frá því að framkvæmdir gangi vel á Nýlendugötunni og að öllum vinnustofum hafi þegar verið úthlutað. Eins stendur til að fyrsta hæðin verði leigð undir gallerí og veitingahús. Þeir samningar hafa ekki verið undirritaðir og verður því greint frá því nánar á næsta fundi.
 4. Húsnæðismál SÍM. Hrafnhildur gerði grein fyrir bréfaskriftum við Einar Örn vegna húsnæðismála. Fundur fæst ekki með honum fyrr en í næsta mánuði. Endanleg greinagerð var lesin upp og samþykkt. Ályktun og greinagerð verður send út á morgun til allra hlutaðeigandi aðila.

Fundi slitið. kl. 12:50

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com