Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 23. júní 2011

Fundargerð

  1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 23. júní 2011 kl. 10:00
    haldinn í SÍM húsinu

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson, Katrín Elvarsdóttir. Katrín ritaði fundinn. Hjördís Bergsdóttir- Dósla sat fundinn fyrir Ástu Ólafsd.

 

Fundur settur kl. 10.05

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundargerðin telst samþykkt þar sem ekki bárust athugasemdir.
  2. Myndlistarsjóður – til kynningar og umræðu.

Rætt var um nauðsyn þess að stofna myndlistarsjóð þar sem Fjárlaganefnd ætlar að leggja af beinar fjárveitingar og beina fjármagninu í gegnum tilskylda sjóði. Slíkur sjóður er ekki til en þyfti að stofna sbr. tónlistasjóð, leiklistasjóð o.fl. Hrafnhildur mun senda erindi til Menntamálaráðuneytisins með fyrirspurn varðandi fjármagn til myndlistar og nauðsyn þess að stofna myndlistasjóðar.

  1. Núllið. Samstarfsverkefni SÍM og Listskreytingasjóðs – til kynningar.

Listskreytingarsjóður hefur í hyggju að stofna gallerí að Bankastræti 0 til að gera sjóðinn sýnilegri. Sjóðurinn leitast eftir samstafi við SÍM vegna verkefnisins. Stjórn SÍM óskar eftir nánari lýsingu á verkefninu Núllinu áður afstaða verður tekin. Samþykkt að Ingibjörg komi á næsta fund og kynni verkefnið ásamt öðrum málefnum Listskreytingasjóðs.

 

  1. Verklagsreglur stjórnar SÍM vegna skipan í nefndir – til umræðu.

Rætt um að Félagsmenn geta óskað eftir setu í nefndum fyrir aðalfund, verður tekið fyrir nánar á næsta fundi.

  1. Siðareglur vegna setu í stjórnum og nefndum á vegum samtakanna – til umræðu.

Verður tekið fyrir nánar á næsta fundi.

  1. Önnur mál.

Umsókn um aðild að SÍM : Dagmar Agnarsdóttir er samþykkt.

Fundi slitið.

  1. 12.07

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com