Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 17. mars 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 17. mars 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti.

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásta Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Ingirafn Steinarsson sem ritaði fundinn.

         Fundur settur. 10.15.

 1. Fundargerð síðastu tveggja funda bornar upp til samþykktar. Fundargerðir síðastu fund teljast samþykkt þar sem ekki hafa borist athugasemdir.
 2. Laun formanns SÍM og starfslýsing – til kynningar og afgreiðslu. Fundur samþykkir hækkun á launum formanns um 30.000 kr. úr 266.250 í 296.250 frá og með 1. maí 2011.
 3. Skipan fulltrúa í stjórn Myndstefs – til umræðu og afgreiðslu. Frestað til næsta fundar.
 4. Málefni Myndstefs – Ásta greinir frá. Ásta mun reifa málið á netinu. Málið verður afgreitt með tölvupósti nema ástæða þyki til að taka það upp á næsta fundi.
 5. Dagur myndlistar – Kristjana kynnir. Frestað til næsta fundar.
 6. Iceland Express pottur. Hvernig skal honum ráðstafað? – Til umræðu og afgreiðslu. janúar 2012 verður féð sem komið er í Iceland express pottinn sett í Mugg sjóðinn fyrir úthlutanir árið 2012. Fyrirkomulag úthlutunar úr pottinum verður síðan endurskoðað fyrir 1. janúar 2013.
 7. Undirbúningur aðalfundar – til umræðu og afgreiðslu. Formanni falið að athuga hvort Guðný Magnúsdóttir geti tekið að sér fundarstjórn og Áslaug Thorlasíus að vera ritari aðalfundar.
 8. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun íslenskrar handverksdeildar í LHÍ, 285. mál. Ástu og Hrafnhildi falið að smíða umsögn og leggja fyrir stjórn.
 9. Drög að samningi fyrir SÍM félagsmenn við söfn og sýningarstaði – Ingibjörg kynnir. Ingibjörg lagði fram drög að samningi við sýningarstaði sem lengi hefur verið til hjá SÍM. Eins mikið af gögnum um hvernig þessu er háttað í Danmörku. Þetta verður lagt til grundvallar vinnu á næstu mánuðum.

 

 1. Önnur mál:
 2. Hrafnhildur bendir á að fréttabréf sé í smíðum. Stjórnarmenn hvattir til að koma með tillögur að málefnum.
 3. Fundir hjá BÍL og Menningar- og ferðamálaráði. Hrafnhildi vantar fulltrúa til að sitja fundi í Apríl. Ásta bauðst til að mæta á BÍL og MOFr fund mánudaginn 11. apríl. Katrín baust til að mæta á MOFr fund í lok Apríl.
 4. Ingibjörg kynnir væntanlegar vinnustofur á Nýlendugötu 14. Samningar eru í gangi um leigu á öllu húsnæðinu undir vinnustofur.

Katrín gengur af fundi. 12.41. Fundi slitið. 12:45

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com