Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 17. janúar 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 17. janúar 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti.

 

Mættir voru: Ásta Ólafsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Katrín, Hrafnhidur og Ingirafn.

Fundur settur kl. 10.10. Ingirafn ritaði fundinn.

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Samþykkt.
 2. Húsnæðismál – til umræðu. SÍM var sagt upp húsnæðinu bréflega, með 12 mánaða uppsagnafresti í lok desember 2010. Haldinn verður fundur með Einari Erni í menningar og ferðamálaráði á næstunni vegna málsins.
 3. Þóknum til stjórnar vegna fundarsetu – til umræðu og afgreiðslu. Þóknunin hefur ekki hækkað síðan 2002 og er nú kr. 3.000 fyrir hvern fund. Lagt er til að greiðslan verði eftir taxta sím sem er 8000 kr. Hrafnhildi falið að ræða við framkvæmdarstjóra um málið. Samþykkt með fyrirvara.
 4. Skipan fulltrúa í úthlutunarsjóð Muggs – til umræðu og afgreiðslu. Hrafnhildi er falið að hringja í nefndarmennina, athuga áhuga á að vera áfram og skipa nýja eftir lista. Samþykkt.
 5. BÍL – Aðalfundur og ný lög. Til umræðu. Lögð voru fram drög að nýjum lögum BÍL, stjórn SÍM samþykk þeim breytingum. Samþykkt.
 6. Niðurstöður stefnumótunar, eftirfylgni – til umræðu. Starfsáætlun fyrir 2011 verði undirbúin fyrir næsta fund. Stjórnarmenn fara yfir stefnumálin og hvað þau vilja leggja áherslu á.
 7. Dagsetning stjórnarfunda til vors. Til afgreiðslu. Fimtudagar kl 10.00 koma sterklega til greina. Samþykkt.

Hildigunnur fer af fundi 11.30.

 1. Önnur mál. Myndlistarfélagið á Akureyri. Kannaðar verða inntökureglur félagsins á Akureyri, og tekið verður fyrir seinna. Samþykkt.

Fundi slitið. 11.45

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com