Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 17. febrúar 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 17. febrúar 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu

Mættir voru:   Ásta Ólafsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardótti ,Katrín Elvarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Ingirafn Steinarsson sem ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 10.15

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Samþykkt.
 2. Rekstraráætlun SÍM 2011 – Ingibjörg kynnir. Til umræðu og afgreiðslu. Frestað til næsta fundar.
 3. Rekstraryfirlit ársins 2010 og rekstraráætlun SÍM 2010 – Ingibjörg leggur fyrir.   Frestað til næsta fundar.
 4. Þóknum til stjórnar vegna fundarsetu – til umræðu og afgreiðslu. Frestað til næsta fundar.
 5. Starfsáætlun fyrir 2011. Stefnumótun yfirfarin og endurskoðuð – til afgreiðslu. Starfsáætlun lögð fram.
  Skipað var í starfshópa vegna verkefna á starfsáætlun:

‘Asta Ólafsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir hafa boðið sig fram í vinnu við starfssjóð fyrir lið – 1.C.

Ingirafn Steinarsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Katrín Elvarsdóttir buðu sig fram fyrir lið – 1.A.

Hrafnhildur Sigurðardóttir mun sjá um samstarf við Myndstef, liður – 1.B.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir tekur að sér að kanna hvernig samningar eru á norðurlöndunum og gera drög
að samingi, liður – 3.A.

Hrafnhildur tekur að sér að semja drög að siðareglum, liður – 3.A.

Kristjönu verður falið að sjá um að tengja gestalistamenn við listamenn starfandi á íslandi. Lið-3.B.

Katrín gengur af fundi kl : 11.00.

 

 1. Styrkumsóknir og styrkveitingar frá ríki og borg á árinu 2010.

2010 fekk SÍM 5 millj frá Menntamálaráðuneytinu(MMR) fyrir rekstur, 200.000 frá Reykjavíkurborg og
300.000 frá MMR fyrir Dag myndlistar.

2011 fékk SÍM neitun frá Fjárlaganefnd Alþingis fyrir rekstur SÍM og Dag Myndlistar. Sótt hafði verið um styrki
til Menntamálaráðuneitisins uppá 6 milj í rekstrarstyrk og 1 milj fyrir Dag Myndlistar en fengum neitun. Nú
hefur verið sótt um rekstrarstyrk og styrk vegna Dag myndlistar beint til MMR og óskað hefur verið eftir fundi hjá Menntamálaráðherra. SÍM fékk 200.000 kr frá Reykjavíkurborg fyrir Dag Myndlistar 2011. Einnig hefur verið sótt um styrki til Myndstefs og Reykjavíkurborgar í Mugg.

 1. Skipan fulltrúa í úthlutunarsjóð Muggs – niðurstaða kynnt.

Bryndís Jónsdóttir og Harpa Árnadóttir voru skipaðar í nefndina fyrir 2011. Söru Björnsdóttur og Dagný Heiðdal voru þökkuð störf bréflega. Haraldur Jónsson, sem hefur verið formaður úthlutunarnefndar, situr áfram eitt ár svo að samfella fáist í starfið.

 1. Dagur myndlistar. Kristjana Rós stingur upp á dagsetningunni laugardaginn 5. nóvember – til samþykktar. Samþykkt.
 2. Önnur mál.

9.1 Úthlutun í Mugg er lokið. Veittir voru 19 styrkir í samtals 26 vikur.

Fundi slitið kl. 12.00

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com