Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 13. október 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 13. október 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásta Ólafsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir sem jafnframt var fundarritari. Hildigunnur boðaði forföll.

Fundur settur kl. 10.15

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar.
  Fundargerði telst amþykkt þar sem ekki bárust athugasemdir.
 2. KÍM – Katrín Elvarsdóttir fulltrúi SÍM í stjórn og Dorothé Kirch kynna.

Doróthé Kirch kemur á fundinn og segir frá stöðu Kynningarmiðstöðvarinnar. Miðstöðin á í peningarvandræðum vegna niðurskurðar ( þarf 20 milj. til að reka starfsemina og 5 milj í styrki til listamanna). Framtíð miðstöðvarinnar er óljós, en fundur verður haldinn með menntamálaráðherra í næsta mánuði og kemur þá framtíð miðstöðvarinnar í ljós.

 1. Hálfsárs uppgjör SÍM – til umræðu og afgreiðslu.

Frestað til næsta fundar.

 1. Húsnæðismál, staða mála kynnt.
  Knútur Bruun, Ragnar Th. og Herdís Jónsdóttir ganga á fundinn.
  Hrafnhildur gerir grein fyrir stöðu mála vegna húsaleigu SÍM í Hafnarstræti, en Reyjavíkurborg sagði húsaleigusamningi lausum við SÍM í desember 2010. Hrafnhildur og Ingibjörg fóru á fund með Einari Erni Benidiktssyni formanni Menningar -og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og fulltrúum sviðsins. Þar var ljóst að ekki stendur til að draga uppsögnina tilbaka. Einar Örn sagði að MOFr muni taka málið til endurskoðunar þegar hagtölur nóvembermánaðar verða skoðaðar. Ákveðið var að formaður talaði við Ingibjörgu Sólrúnu og Dag B. Eggerts. Rök Reykjavíkurborgar vegna uppsagnarinar eru m.a vegna mikls kostnaðars sem borgin leggur í rekstur Korpúlstaða. Það eru 30 milljónir sem skilgreindar eru sem ,,styrkur” til SÍM í umræðunni. Einróma samþykkt að SÍM segi sig úr rekstarfélagi Sjónlistarmiðstöðvar Korpúlfstaða, svo ekki sé hægt að nota þann ,,styrk” gegn okkur. Þannig verður SÍM að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
 2. Breyttur fundartími – til umræðu og afgreiðslu.
  Tillaga að fundurinn verði framvegis á miðvikudögum kl. 13. Samþykkt.
 3. Tillaga að nýjum fulltrúa einstaklingsaðildar í sambandsráð SÍM (sjá síðustu fundargerð) – til afgreiðslu.
  Hjördís Bergsdóttir býðst til að taka að sér starfið aftur, fram að næsta aðalfundi, þar sem láðist að kjósa varamann á síðasta aðalfundi. Samþykkt.
 4. Tilnefning fulltrúa í fagráð MOFr vegna úthlutna styrkja fyrir árið 2012 (sjá síðustu fundargerð) – til samþykktar.
  Formaður hafði samband við Þóru Þórissdóttur og hún mun taka verkefnið að sér annað ári í röð.
 5. Dagur myndlistar – Kristjana Guðjohnsen kynnir.
  Frestað fram á sambandsráðsfundi í næstu viku.
 6. Erindi Vigfúss Birgissonar vegna myrkraherbergis á Seljavegi (sjá síðustu fundargerð) – til afgreiðslu.
  Samþykkt að Vigfús fái aðstöðuna til að setja upp ljósmyndaverkstæði, leiga verður ákveðin síðar miðað við reynslu og notkun.
 7. Aðalfundur IAA og ráðstefna dagana 27.-31. nóvember í Berlín – til afgreiðslu.
  Samþykkt að Hrafnhildur og Ingibjörg sitji aðalfund og ráðstefnu IAA fyrir hönd SÍM dagana 24.-28. október n.k.
 8. Erindi Ástu um bréf til Ríkisskattstjóra um nanflausa sundurliðaðan tekjustofn allra listamanna (sjá síðustu fundargerð) – til umræðu og afgreiðslu.
  Samþykkt að Ásta sjái um framkvæmdina. Skýrslan verði síðan nýtt til leiðréttingar á viðmiðunartekjum reiknaðs endurgjalds og hugsanlega til launkönnunar sem SÍM myndi fá félagsvísindadeild HÍ til að vinna, líkt og gert var fyrir 20 árum síðan.
 9. Nýútkomin listasaga – til umræðu.
  Frestað fram á næsta fund.
 10. Listskreytingasjóður – kynning Ingibjörg.
  Frestað fram á næsta fund.
 11. Starfsáætlun – farið yfir og rætt um framhaldið og næstu skref.
  Frestað fram á næsta fund.
 12. Tillaga að breyttum texta í tollskrá til efnahags- og skattanefndar – til umræðu og afgreiðslu.
  Frestað.
 13. Önnur mál.
  Ásta verður fulltrúi SÍM á stefnumóta fundi um framtíð Hafnarborgar á föstudaginn 14 okt. kl. 12:30-16:00.

Fundi slitið. kl. 13.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com