Stjórnarfundur SÍM 2. október 2015

 1. Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 2. október 2015 kl. 10:00-12:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

Mættir eru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Steingrímur Eyfjörð, Helga Óskarsdóttir varamaður og Gunnhildur Þórðardóttir sem ritar fundinn.

 

Fundur settur kl. 10.06

 

Dagskrá fundar

 

 1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar verður samþykkt á næsta fundi.
 2. Nóvember – við borgum myndlistarmönnum. Undirbúningur gengur vel fyrir herferðina. Tekin voru upp myndbönd fyrir herferðina sem verða notuð í kynningarskyni. Viðmælendur voru Markús Þór Andrésson sýningarstjóri, Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafns Akureyris, Ólöf Nordal, Friða Björk Ingvarsdóttir rektor LHÍ, Jón Óskar Hafsteinsson, Þórdís Erla Zoega og Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Því miður veiktist Vigdís Finnbogadóttir en hún mun jafnvel koma eitthvað fram sem viðmælandi. Allir voru mjög jákvæðir að taka þátt í upptökunum og rætt var um fleiri aðila til að koma fram. Björk Guðnadóttir mun klippa myndböndin flest með stuttum setningum. Steingrímur kom með tillögu að þýða setningarnar yfir á ensku og Gunnhildur bauð sig fram. Fá aðlia til að skrifa greinar fyrir heimasíðuna og  fá formann Samband sænsku listamannasamtakanna að skrifa um hverju Mu samningurinn hefur breytt fyrir sænska listamenn.. Myndböndin verða frumsýnd í Kastljósi fyrir baráttufundinn í nóvember. Gerðir verða borgum listamönnum taupokar og sett verður STARA tímaritið í og barmmerki. Rætt um að fá fleiri myndir fyrir vefsíðuna af fólki að setja upp sýningar.
 3. STARA 4 – formáli Erlu Þórarinsdóttur til umræðu. Staðreyndarvillur voru leiðréttar í greininni og sent um það í tölvupósti á félagsmenn. Stjórn KÍM telur að Erla hafi framið trúnaðarbrot og komi jafnvel upp að Erla þurfi að segja sig úr stjórn KÍM. Nýtt STARA kemur út 14. nóvember næstkomandi og verða 1000 eintök prentað út í. Blaðið verður einnig á ensku en það þarf að fá verðtilboð í það. Kanna hvort það borgi sig að gefa blaðið út tvisvar sinnum en ekki þrisvar sinnum. Formaður með formála eins og ávarp, umfjöllun frá Jóni Proppé og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, Ragna Sigurðardóttir skrifar baráttugrein, Áslaug Thorlacius skrifar grein um listskreytingasjóð, grein frá Steinþóri Kára formanni Listskreytingasjóð, innlit hjá aðildafélagi Íslensk grafík, minningarbrot frá Hafþóri Ingvarssyni fyrrverandi forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur og heimsókn í  Blaðið verður í tímarita formi. JBK Ransu kom með tillögu að hafa fasta penna í STARA – Valur Antonsson, Jón Proppé, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Edda Halldórsdóttir til að spara vinnu.
 4. Tollamál til umræðu. Rúrí hafði samband og verk hennar voru föst í tollinum eftir að hún var búin að fara á sýningu erlendis og var galleríið erlendis að senda listaverkin tilbaka en þau voru föst í heilan mánuð í tollinum hér á landi. Stjórn SÍM þarf að biðja fjárlaganefnd í fjármálaráðuneytinu um að reglugerð 97 verði skilgreind mun meira hvað listaverk er. Gera tillögu að nýjum texta fyrir reglugerðina. Formaður lagði til að halda fund með Hörpu Sigurjónsdóttur lögfræðingi Myndstef, einhverjum í KÍM og Rúrí til að orða nýjan texta.
 5. VSK vegna sölu á leirlistaverkum – til umræðu. Bjarni Sigurðsson selur leirlistaverkin sín í galleríi á Skólavörðustíg. Hann fékk heimsókn frá skattinum og rukkun frá þeim. Hann vill meina það að öll verk sín eru einstök. Þetta verður að skoða.
 6. Ný vinnustofa í Kópavogi til umræðu. Framkvæmdastjóri sagði frá nýju húsnæði sem mögulegt vinnustofuhúsnæði SÍM í Kópavogi um 500 fm2 að stærð. Samningar náðust um verð sem er 900 kr per fm2. Rætt var um húsnæðið í Skipholti sem Listaháskólinn var í.
 7. Fundur BÍL einhver fari á fund bíl í staðinn fyrir Jónu 12. október. Sindri Leifsson fer á fund fyrir hönd formanns kl. 11-13 í Iðnó.
 8. Ályktun SIM vegna fjárlagafrumvarpi 2016. Formaður er að leggja lokahönd á ályktun varðandi liði í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016. Formaður leggur til að myndlistarsjóður hækki úr 35 í 52 miljónir og listskreytingasjóður hækki úr 1,5 í 10 miljónir. Hún færir rök fyrir þessu í ályktunninni og mun senda á stjórn SÍM til yfirlestrar.
 9. UMM umsögn frá Myndlistarráði til umræðu. Umsögn Myndlistarráðs var rædd og ákveðið var að mótmæla umsögninni. Í kjölfarið af því að bjóða Jóni Proppé, Katrínu Guðmundsdóttur sem gerði umm vefinn á sínum tíma og Áslaugu Thorlacius fyrrverandi formanni SÍM til samtals um framtíð UMM. Auk þess verður Ósk Vilhjálmsdóttir boðuð á fund stjórnar SÍM. Fomaður lagði til að fá einhverja tvo fagmenn til að gera umsögn um umm vefinn. Formaður svarar bréfinu og sendir á okkur stjórnarmeðlimi til yfirlestrar.
 10. Laun formanns og framkvæmdastjóra til umræðu. Stjórn ræddi launamál formanns og framkvæmdastjóra.
 11. Önnur mál. Rætt var um Dag myndlistar og ný heimasíða verður opnuð. Elísabet Brynhildardóttir vildi fá greitt fyrir hausinn sem hún gerði fyrir Dag myndlistar sem logo. Það var ekki samþykkt af stjórn. Síðar sama dag samþykkti stjórnin að greiða fyrir hausinn ef Elísabet vinnur meira í hönnunni.

 

Fundi slitið kl. 12.15

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com