
Stjórnarfundur SÍM 2. nóvember 2011
Fundargerð
- Stjórnarfundur SÍM haldinn í SÍM húsinu
Miðvikudaginn 2. nóvember 2011 kl. 13:00-15:00
Mættir voru: Hrafnhidur Sigurðardóttir formaður, Hjördís Bergsdóttir (Dósla), Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir sem jafnframt ritaði fundinn.
Fundur settur. Kl. 13:10.
Fundargerð síðasta fundar. Fundargerð síðsta fundar telst samþykkt þar sem ekki bárust athugasemdir.
- Húsnæðismál SÍM – til umræðu og afgreiðslu.
Reykjavíkurborg hefur dregið uppsögn húsnæðisins í Hafnarstræti tilbaka. Stjórn SÍM samþykkir að vera áfram í húsnæðinu við Hafnarstræti. Hrafnhildi falið að senda Menningar- og ferðamálráði þakkarbréf.
- Samningur um Rekstrarfélag Sjónlistarmiðsöðvar Korpúlfsstaða – til umræðu og
afgreiðslu. Ákveðið var að SÍM óski ekki eftir að samningur við Hönnunarmiðstöð vegna Rekstrarfélags verði endurnýjaður. Ef Menningar- og ferðamálaráð samþykkir nýja tilhögun um að SÍM sjái um rekstur á vinnustofum Korpúlfsstaða án samvinnu við Hönnunarmiðstöðina.
- Skýrsla formanns vegna IAA ráðstefnu og fundar – Hrafnhildur leggur fram.
Skýrsla formanns vegna IAA hefur þegar verið send stjórnarmönnum. Fundurinn var að
mati formanns mjög góður að þessu sinni. Skipulagður og niðurstöður góðar.
- Hálfsársuppgjör SÍM lagt fram – Ingibjörg kynnir. Ingibjörg lagði fram átta mánaða
uppgjör SÍM. Var það samþykkt.
Fundur slitinn kl. 15:00