Stjórnarfundur SÍM 2. nóvember 2011

Fundargerð

  1. Stjórnarfundur SÍM haldinn í SÍM húsinu

Miðvikudaginn 2. nóvember 2011 kl. 13:00-15:00

 Mættir voru: Hrafnhidur Sigurðardóttir formaður, Hjördís Bergsdóttir (Dósla), Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir sem jafnframt ritaði fundinn.

 Fundur settur. Kl. 13:10.

 Fundargerð síðasta fundar. Fundargerð síðsta fundar telst samþykkt þar sem ekki bárust athugasemdir.

  1. Húsnæðismál SÍM – til umræðu og afgreiðslu.

Reykjavíkurborg hefur dregið uppsögn húsnæðisins í Hafnarstræti tilbaka. Stjórn SÍM samþykkir að vera áfram í húsnæðinu við Hafnarstræti. Hrafnhildi falið að senda Menningar- og ferðamálráði þakkarbréf.

  1. Samningur um Rekstrarfélag Sjónlistarmiðsöðvar Korpúlfsstaða – til umræðu og  

afgreiðslu. Ákveðið var að SÍM óski ekki eftir að samningur við Hönnunarmiðstöð vegna Rekstrarfélags verði endurnýjaður. Ef Menningar- og ferðamálaráð samþykkir nýja tilhögun um að SÍM sjái um rekstur á vinnustofum Korpúlfsstaða án samvinnu við Hönnunarmiðstöðina.

  1. Skýrsla formanns vegna IAA ráðstefnu og fundar – Hrafnhildur leggur fram.

           Skýrsla formanns vegna IAA hefur þegar verið send stjórnarmönnum. Fundurinn var að

mati formanns mjög góður að þessu sinni. Skipulagður og niðurstöður góðar.

  1. Hálfsársuppgjör SÍM lagt fram – Ingibjörg kynnir. Ingibjörg lagði fram átta mánaða

           uppgjör SÍM. Var það samþykkt.

Fundur slitinn kl. 15:00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com