Stjórnarfundur SÍM 19. Ágúst 2016

Stjórnarfundur SÍM, 19. Ágúst 2016

 

Mættir: Jóna, Steingrímur, Sindri, Klængur og Helga Óskars.

 

Dagskrá fundar

 

  1. Fundargerð seinasta samþykkt.
  2. Krafa Hrafnhildar fyrrverandi formans – til umræðu. Málið hefur verið þingfest í héraðsdómi Reykjavík. Taka á málið fyrir 9. Sept. Stjórn SÍM bíður eftir greinargerð frá lögmanni SIM vegna málsins og verður það þá kynnt frekar fyrir félagsmönnum. Menn reyna að vera bjartsýnir og vona það besta.
  3. Málþing BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM sem átti að halda í haust, hefur verið frestað til næasta árs, 2017. Lagt er til að málþingið verði haldið í byrjun febrúar og muni standa í einn dag. n.k. Bjóða á formanni systrasamtaka SIM í Noregi til að kynna hvernig samningurinn gengur þar í landi. Opinber listasöfn í Noregi fengu fullt framlag til tveggja ára, sem tilraunaverkefni.

Upp kom sú hugmynd að biðja Kolbrúnu í BÍL að halda erindi um mikilvægi Skapandi greina og lagt til að mannréttinda lögfræðingur haldi erindi. Málþingið endi svo á Workshop í samningagerð, en mikilvægt er talið að myndlistarmenn kunni samningatækni.

Í samstarfi við BíL er verið að kalla eftir menningarstefnu flokkana. BÍL verður með málþing í október og SÍM tekur þátt í þvi.   Uppfæra verður heimasíðuna „Við borgum myndlistarmönnum“ fyrir málþingið

  1. STARA tölublað no 7 – til umræðu. STARA mun koma út 22. Október n.k. Sindri Leifsson, mun rita formála um listir og pólitík. Meðal efnis verður Seljavegur 10 ára. Listamenn á Seljavegi verða með  t.d. sýningu eða markaður í Gryfjunni. Halda skal fund með listamönnum á Seljavegi og móta dagskrána í samvinnu við þá. Katrín Elvars verður með erindi um vinnustofuna á Seljavegi. Erlendur listamaður sem hefur dvalið í gestavinnustofunni á Seljavegi oftar en einu sinni verður með erindi. Úlfur verður með póstkort frá Berlín, en hann dvelur í Berlin í september.
  2. Herferðin VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM – Formaður hitti Bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Kópavogs. Kynning fyrir bæjarráði Hafnarfjarðar. Formaður segir frá fundi með bæjarstjóra Kópavogs og bæjarráði Hafnarfjarðar. Formaður hefur ekki enn fengið að kynna samninginn fyrir bæjarráði Kópavogs og hefur ekki fengið nein viðbrögð frá safnstjóra Gerðasafns. Listasafn Reykjavíkur er búið að gera 5 ára plan um framtíð safnsins og aðgerðaráætlun. Hvergi er minnst á myndlistarmenn í plagginu.

Kynna skal samninginn sem víðast og er málþingið í febrúar liður í því.

  1. Skipta um endurskoðanda – Stjórnin samþykkti að ráða nýjan endurskoðanda til að endurskoða reikninga SÍM: .
  2. Laun formans – Verktakagreiðslur til formanns SÍM samþykktar óbreyttar. Endurskoða skal greiðslurnar eftir sex mánuði.
  3. Dagur myndlistar verður að þessu sinni haldinn í einn mánjuð, október. Halda á upp á 10 ára afmæli Listamannahússins á Seljavegi og verður Dgur myndlistar og útgáfudagur STARA liður í þeim hátíðarhöldum. Búa á til tvö Video til viðbótar og verður Elísabet Brynhildardóttir fengin til verksins.
  4. Önnur mál.

Formaður segir frá Fundi fólksins sem haldur verður í Norræna húsinu í september. SÍM tekur þátt í fundinum í samvinnu við BÍL.  Framlag BÍL á fundinum er „Sýnileiki lista í fjölmiðlum“ Formaður SIM verður fundarstjóri.  Stjórnarmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

Næsti fundur stjórnar verður 9. Septmeber.

Fundi slitið.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com