Stjórnarfundur SÍM 16. desember 2016

Stjórnarfundur SÍM 16. desember 2016

 

Mættir voru: Jóna Hlíf, Eyrún Sigurðardóttir, Steingrímur Eyfjörð, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Klængur Gunnarsson, Helga Óskarsdóttir og Erla Þórarinsdóttir.

  • Dagskrá fundar

 

  1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar.

 

  1. Bréf frá HB granda vegna samkeppni

 

Faxaflóahafnir fara framm á samþykki SÍM að haldin verði samkeppni um listaverk samkvæmt samkeppnisreglum SÍM. Beiðnin var samþykkt af stjórn og mun formaður senda formlegt bréf þess efnis.

 

  1. VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM – Fundur með Ólöfu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Svanhildi.

 

Reiknað var út að það mundi kosta Listasafn Reykjavíkur 10 miljónir ef greitt væri eftir framlagssamningnum 2017. Safnstjóri L.R. tók ekki vel í að honum yrði framfylgt á næsta ári, en Jóna Hlíf stakk upp á að prufað væri að gera það. Ólöf ætlar að koma með skriflegar athugasemdir við samninginn og verður beðið eftir því þannig að samningarferlið geti hafist. Safnið hefur 3.5 miljónir til að greiða listamönnum fyrir vinnu sína á næsta ári.

Skaftfell mun greiða eftir framlagsamningnum á næsta ári og Listasafn Akureyrar vinnur að auknum fjárframlögum til að geta fylgt honum eftir.

 

  1. Myndlistarsjóður

 

Myndlistarsjóður fær 45.6 miljónir samkvæmt fjárlögum næsta árs.

Umsóknarfrestur á næsta ári mun verða 15. febrúar og 15. júní, en 15. janúar og 15. júní árið 2018.

 

  1. Samsarf við KÍM

 

Stefnt er að því að bjóða þremur sýnngarstjórum til landsins á næsta ári. SÍM mun bjóða upp á gistingu, en KÍM greiðir flug.

 

  1. Könnun SÍM – við ætlum að fara yfir spurningar.

 

Æskilegt væri að könnunin verði fullunnin fyrir verðandi málþing um stöðu myndlistarmanna sem verið er að skipuleggja, en stefnt er að því að halda það í Gamla Bíó í mars á næsta ári.

 

  1. önnur mál

 

Rætt var um hvernig staðið hefur verið að vali á verkum til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Fengin var sérfræðingur í nefnd sem valdi 3 listamenn, en eru þeir þrír hjá Galleríi i8. Valið verk eins listamnnsins var á sýningu í galleríinu og þykir stjórninni það furðulegt ef svo er að galleríið sé að taka 50% af andvirði verksins. Spurning hvort SÍM láti í sér heyra. Vinnubrögð virðast ekki vera á faglegum nótum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com