Stjórnarfundur SÍM 12. Mars 2015

Stjórnarfundur 12. Mars 2015

Mættir: Jóna Hlíf, formaður, Rósa Sigrún, Steingrímur og Erla.

 1. Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

 

 1. Erindi frá Birtu Guðjónsdóttur lagt fram, en Birta er ósátt við úthlutun úr Muggi.

Ákveðið að formaður skrifi bréf til KÍM og Myndlistarráðs og leggi til að sérstakur sjóður

Verði stofnaður fyrir sýningarstjóra og listfræðinga.

 

 1. Viðmiðunartaxtar SÍM.

Formaður leggur fram drög að viðmiðunartaxta fyrir félagsmenn SÍM.  Viðmiðunartaxtinn verður áfram í vinnslu og að lokum borinn undir aðalfund til samþykktar.

Lagt hefur verið til að stofnað verði félag stundakennara við LHI, en þar starfa um 400 stundakennarar. Stofnaður verður starfshópur til að vinna að stofnun félagsins. SÍM mun eiga fulltrúa í starfshópnum.  Stjórnin fagnar þessu frumkvæði og mun stofnun félagsins verða til þess að styrkja þá vinnu sem SIM er með í gangi.

 

 1. Hugarkort.

Vinna við hugarkortið heldur áfram og mun formaður setja upp lifandi blogg og geta þá

allir félagsmenn bætt inn í og verður Hugarkortið þá í sífelldri þróun og vinnslu.

Hugarkortið verður kynnt á næsta aðalfund.

 

 1. Fjárhagsáætlun SÍM 2015 til samþykktar.

Ingibjörg framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Hún fer einnig yfir samanburð á rauntölum og áætun vegna ársins 2014. Fjárhagsáætlunin samþykkt.

 

 1. Formaður segir frá fundi sem hún átti með Helgu Haraldsdóttur, skrifstofustjóra í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Formaður leggur til að SIM fari fram á endurskoðun á styrktarsamningi

milli SIM og ráðuneytisins og fari fram á hærra framlag árlega og miði þá við framlag til annarra listgreina.

Formaður villl að SIM standi fyrir Sjónlistarverðlaunum sem veitt verði árlega og að verðlaunin verði um 2 milljónir króna.

 

 1. Stjórnin tilnefnir tvo aðila til að úthluta vinnustofum á Seljavegi og Korpúlfsstöðum.

 

 1. BÍL fundur – tillaga um breytingar á áheyrnarfulltrúa MOFR.

Formaður kynnir málið og segir mikla hagsmuni fyrir SIM að eiga fulltrúa í MOFR. BÍL mun

Leggja til við Menningar-og ferðamálaráð að BIL fái 3 fulltrúa í MOFR.

 

 1. STARA

Næsta tölublað af STARA, sem kemur út þann 16. apríl, á aðalfund SIM,  verður stórglæsilegt

og í fyrsta sinn bæði á íslensku og ensku. Minningarbrot verði fastur liður í STARA í framtíðinni. Mikilvægt að halda til haga sögu SÍM:

 

 1. Finna þarf nýjan fulltrúa SÍM í Myndstef, ýmsar tillögur ræddar.

 

 1. Finna þarf nýjan fulltrúa BÍL í stjórn Listamannalauna

 

Önnur mál:

Hópur af norskum listamönnum, um 50 manns,  koma til Íslands næsta haust. Ingibjörg segir frá fundi með Myndlistarráði.

 

Fundi slitið.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com