Stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍM miðvikudaginn 9. apríl 2014

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍM miðvikudaginn 9. apríl 2014 kl. 10:00-12:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Kristjana Rós Guðjohnsen, Gunnhildur Þórðardóttir og Steingrímur Eyfjörð meðstjórnendur og Sigurður Valur Sigurðsson varamaður. Gunnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 10:05.

Tillaga að dagskrá fundar

 

 1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar borin upp til samþykktar. Fundargerð síðustu stjórnar var samþykktur af fyrri stjórn. Ingibjörg sendir síðustu fundargerð á nýja stjórnarmeðlimi.
 2. Stjórn skiptir með sér verkum – til ákvörðunar. Erla Þórarinsdóttir heldur áfram að vera varaformaður og Gunnhildur Þórðardóttir er ritari en Kristjana Rós er vararitari. Rætt var um hlutverk varamanna á fundum hvort þeir ættu að mæta á alla fundi en þeir væru þá inn í öllum tölvusamskiptum stjórnar. Rætt var um nefndir og möguleika á að skapa nýja nefndir og þá væri hægt að hóa í fyrrverandi stjórnarmeðlimi sem hefðu áhuga.
 3. Fundartími stjórnar næstu misseri og félagsfundur – til ákvörunar. Samþykktur var fundartími og rætt var um félagsfundina, hvernig hægt er að virkja félagsmenn til að taka þátt og að vera með erindi og finna félagsmenn sem hafa áhuga á að flytja erindi á fundum. Ræða um hluti sem brennur á fólki og fá fyrirlesara, rætt var um ÚTÓN og skýrslu skapandi greina.

 

Stjórnarfundir eru frá kl. 10:00-12:00. Sambandsráðsfundir eru frá kl. 12:00 – 13:00 sama dag og stjórnarfundir, en þá verða stjórnarfundir frá 10:00-11:30. Félagsfundir eru frá kl. 19:00-21:00 nema einn sem verður haldinn á sunndegi frá 11-13.

 

 

 1. Stjórnarfundur miðvikudag 9. apríl
 2. Stjórnarfundur mánudag 5. maí
 3. Sambandsráðsfundur mánudag 5. maí í framhaldi af stjórnarfundi
 4. Félagsfundur miðvikudag 28. maí.
 5. Stjórnarfundur miðvikudag 11. júní
 6. Stjórnarfundur miðvikudag 20. ágúst.
 7. Félagsfundur súpufundur fimmtudag 11. september kl. 19 -21.
 8. Stjórnarfundur miðvikudag 17. september
 9. Sambandsráðsfundur miðvikudag 17. sept í framhaldi af stjórnarfundi.
 10. Stjórnarfundur miðvikudag 15. október.
 11. Félagsfundur sunnudag 2. nóvember kaffifundur kl. 11-13.
 12. Stjórnarfundur miðvikudag 12. nóvember.
 13. Stjórnarfundur miðvikudag 10. desemeber.

 

 1. Starfsáætlun – fortíð / framtíð – til umræðu. Rætt var um áherslur nýrrar stjórnar, um mikilvægi MU samningsins og möguleika á að ganga lengra með hann og hafa meira samtal við alla aðila sem að málinu koma. Rætt var um laun stjórnarmeðlima og nefndarmanna. Formaður geri verkáætlun sem send verður á stjórnarmeðlimi til yfirlestrar og athugasemda. Eitt af helstu áhersluatriðum nýrrar stjórnar er að ná til félagsmanna og hafa meira samtal.Skoða sjálfsmynd myndlistarmanna. Nota fréttabréfið meir og gera það fagmannlegra. Áherslur ársins eru MU samningurinn , KÍM og bætt ímynd félagsins og aukinn samskipti.
 2. Rekstraráætlun SIM fyrir árið 2014. Rætt var um KÍM og ákveðið að fá yfirlit yfir rekstur þess og fundargerðir. Stjórnin geri greinargerð um KÍM fyrir menntamálaráðuneytið í kjölfarið með nýjum tillögum. Ingibjörg framkvæmdastjóri SÍM lagði fram rekstraráætlun. Rætt var um að leggja niður KÍM og nýtt félag yrði stofnað innan SÍM og með aðsetur í húsinu á Hafnarstæti.
 3. Tilnefningar til úthlutunarnefndar Launasjóðs myndlistamanna – til umræðu. Ákveðið var að kalla inn síðustu nefndarmeðlimi og fá upplýsingar um afgreiðslu síðustu umsókna. Athuga hvernig er valið í nefndir og mögulega að hafa mismundandi aldur á nefndarmönnum. Skoða verklagsreglur starslaunasjóðs listamanna.
 4. Viðtal við Auði Jörnundsdóttur, framkvæmdastjóra i8 í Viðskiptablaðinu – til umræðu. Rætt var um að halda málþing um virðisaukaskatt á myndlist.
 5. Heimsókn stjórnar á vinnustofur og gestavinnustofur – til umræðu og ákvörðunar. Mikilvægt að stjórnin þekki starf SÍM og að stjórnarmeðlimir þekki starfsfólk SÍM og kynnist starfsemi vinnustofanna.
 6. Önnur mál. Rætt var um greinaskrif stjórnarmeðlima, rætt var um styrkjamál hvort hægt væri að búa til hugmynd svo hægt sé að sækja um styrki hjá Evrópusambandinu. Fá fund með Evrópustofu til að kanna hvort hægt sé að virkja eitthvert samstarf og hvort það væru mögulega einhverjir styrkir sem hægt væri að sækja um. Rætt var um KÍM og hafa meira samstarf og skilgreina þeirra vinnu og breyta starfsemi þess sjá athugasemdir í rekstraráætlun mál 5. Dagur myndlistarverkefnið kom til umræðu og tekin ákvörðun að á næsta stjórnarfundi yrði það rætt og nokkrum félagsmönnum boðið sem hafa skoðanir á verkefninu. Skoða tímasetningar á félagsfundum og hafa mismunandi tíma.

 

 

Fundi slitið kl. 12.00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com