Stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍM miðvikudaginn 11. júní 2014

Fundargerð

 

 1. Stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍM miðvikudaginn 11. júní 2014 kl. 10:00-12:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Gunnhildur Þórðardóttir meðstjórnandi og Rósa Sigrún Jónsdóttir varamaður. Gunnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 10:07.

 1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar borin upp til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
 2. Laun fráfarandi formanns – til umræðu. Formaður og framkvæmdastjóri lásu vinnuskýrslu Hrafnhildar Sigurðardóttur fyrrverandi formanns og bréf hennar sem var sent í tölvupósti til stjórnar 10. júní 2014. Málið var rætt og ákveðið að fara á fund með VR með sjónarmið SÍM ásamt lögfræðingi og í kjölfarið að boða Hrafnhildi á fund. Formaður mun rita formlegt bréf og senda á Hrafnhildi. Kanna ætti fordæmisgildi formannaskipta og ráðningarsamninga og hugsanlega gera breytingar.
 3. BHM aðild – til umræðu. Formaður SÍM fór á fund framkvæmdasjóra BHM, Stefáns Aðalsteinssonar og var tekið vel á móti áhuga SÍM að gerast aðili að BHM. Umsóknarferlið er auðvelt og borðleggjandi. Formaður lagði til að haldin yrði félagsfundur um aðild SÍM að BHM.
 4. Dagur myndlistar – til umræðu og ákveða dagsetningu. Rætt var um hugmyndir varðandi dag myndlistar. Gunnhildur Þórðardóttir hefur tekið að sér að vera verkefnastjóri á ný og mun huga að Degi myndlistar strax í ágúst m.a. að fara á fund með félagi myndlistarkennara og senda fyrirspurnir á vinnustaði hvort sé áhugi að fara í vinnustofur myndlistarmanna. Mikilvægt að listamenn fái greitt fyrir slíkar heimsóknir og kynningar. Stefnt er að því að halda Dag myndlistar í haust. Sótt hefur verið um auka styrki fyrir verkefninu til að bæta aðstöðuna á Seljavegi og til að auka starfshlutfall Friðriks.
 5. Aðalfundur KÍM – formaður segir hvað fór fram á fundinum. Formaður lagði fram ársreikning KÍM. Á þessu ári er KÍM í raun gjaldþrota m.a.vegna þess að samningar voru ekki nógu góðir og allt fór fram yfir kostnaðaráætlun. Auk þess hafa verið mikil starfsskipti.
 6. Samtalsfundur – formaður segir hvað fór fram á fundinum. Rætt var um fund sem formaður sótti í Listasafni Íslands 10. júní 2014.
 7. Félagsfundur – til umræðu. Formaður sagði frá félagsfundi og tók fram hvað fundurinn hefði verið góður og fjölmennur. Rætt var um listamenn sem hafa unnið fyrir listasöfnin við uppsetningu sýninga sem höfðu lagt niður störf vegna lélegra launa og var ákveðið að stjórn SÍM skyldi sýna yfirlýstan stuðning við kröfum þeirra enda ein af skyldum SÍM að styðja félagsmenn í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt að halda fleiri félagsfundi og hafa samtal um málefni sem brennur á félgasmönnum.
 8. Umsókn SÍM um styrk úr fjárframlögum ríkisins. Formaður sendir stjórnarmönnum umsóknina í tölvupósti.
 9. BÍL áheyrnarfulltrúi SÍM hjá Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur –

til umræðu. Formaður SÍM fær sæti í Menningar – og ferðamálaráði Rvk en varamaður verður að koma frá BÍL.

 1. Önnur mál. Rætt var um að hægt væri að fá nema (interns) til að vinna störf hjá SÍM á álagstímum. Formaður lagði til að ákveðið prósent yrði eyrnamerkt í sjóð til að framkvæma viðhald á vinnustofum SÍM sérstaklega gestavinnustofunni. Möguleiki að hækka gjaldið í vinnustofurnar. Rætt var um að SÍM fari í herferð eins og listamenn í Bretlandi hafa gert http://www.payingartists.org.uk/ Hægt að gera þessa herferð í tengslum við Dag myndlistar. Í fréttabréfinu sem SÍM mun senda á félagsmenn er stefnt að hafa greinar eftir fleiri en myndlistarmenn m.a. listfræðinga til að skapa vettfang fyrir fjölbreytta umræðu um myndlist. Rætt var um áhuga á að taka viðtal við eldri félagsmenn í fréttaritinu og fyrri formenn. Formaður mun boða myndlistarmenn sem hafa haldið sýningar í stóru söfnunum á fund og boða safnstjóra stóru safnanna á annan fund til að ræða MU samning varðandi að greiða myndlistarmönnum fyrir vinnuframlag þeirra. Skapa hóp um þetta málefni sem hittist reglulega og að taka alla með í samtal sem að málinu koma. Framkvæmdastjóri ræddi um að til er áhugi hjá félagsmönnum að sækja um lóð hjá Reykjavíkurborg til að byggja búsetaíbúðir fyrir myndlistarmenn. SÍM mun kanna þetta mál. Framkvæmdastjóri ræddi um leigu félagsmanna á vinnustofum SÍM á Nýlendugötu. Úthlutunarnefnd vísaði umsókn Snorra Ásmundssonar til stjórnar SÍM og hún tók umsókn til athugunar en umsókn hans uppfyllir ekki skilyrði.

 

Fundi slitið kl. 12.19.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com