Stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍM mánudaginn 5. maí 2014

 Fundargerð

 

 1. Stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍM mánudaginn 5. maí 2014 kl. 10:00-12:00 og sambandsráðsfundur aðildafélaga í kjölfarið kl. 12:00-13:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Gunnhildur Þórðardóttir meðstjórnandi og Rósa Sigrún Jónsdóttir varamaður. Mættir voru á fund sem viðmælendur Hlynur Helgason. Gunnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 10:05.

 1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar borin upp til samþykktar. Fundargerð fyrsta fundar samþykkt.
 2. Starfsáætlun borin upp til umræðu og til samþykktar. Formaður fór yfir starfsáætlun nýrrar stjórnar. Lögð verður áhersla á meira samtal og meiri samvinnu starfsstétta innan listheimsins. SÍM þarf að fylgjast betur með hvernig söfnin fylgja sýningum eftir og hvað þau gera fyrir listamennina. Það verður að leggja áherslu á að sýna fram á verðmæti myndlistar. Kanna áhuga hjá RÚV að hafa sér 10 mínúta innslag um menningarfréttir sem væri hluti af fréttatímanum. Nú er nýr menningarsinnaður útvarspstjóri, Magnús Geir Þórðarson og það verður að hamra járnið meðan það er heitt. Efla listskreytingasjóð og gera hann sýnilegri, það bæði styrkir vinnu og tekjur fyrir listamenn og eykur lífsgæði fyrir þjóðina. Rætt var um aukið samstarf við KÍM. Áhersla á að bæta umm síðuna og gera gott og fallegt fréttabréf til að kynna betur starf SÍM.
 3. kl 10:30 kemur Hlynur Helgason og Harpa Árnadóttir í stutt samtal. Hlynur mætti á fundinn og ræddi um nefndarstörf úthlutunarnefndar í launasjóð myndlistarmanna. Hlynur nefndi að það væri íþyngjandi fyrir listamenn að leggja til tímaáætlun fyrir umsóknir sínar fyrir starfslaun listamanna, óþarfa skriffinnska fyrir myndlistarmenn. Þetta ætti frekar að vera möguleiki fyrir myndlistarmenn. Nefndin tók ekki tillit til umsókna varðandi myndskreytinga þetta væri partur að bókum og ætti að sækja um slíkt í aðra sjóða. Harpa kom með hugmynd að nýjum sjóði þar sem myndlistarmenn sem vinna verkefni fyrir börn gætu sótt um í sér sjóði. Rætt var um að nota hin Norðurlöndin sem fyrirmynd fyrir starslaunasjóði myndlistarmanna. Myndlistarsjóður er með verkefnastyrki og starfslaun listamanna ættu að vera laun. Rætt var um að útskýra nánar úthlutunarreglur starfslauna listamanna og einnig var rætt um að framlag Íslands til Feneyja ætti ekki að fá úthlutað úr stafslaunum listamanna því það ætti að vera innifalið í fjárhagsáætlun Feneyjartvíæringsins. Rætt var um hvort fulltrúarnir ættu ekki hafa tækifæri til að koma með athugasemdir eftir umsóknarferlið sem væri einskonar eftirfylgni og hvað mætti betur fara. Einnig að einn í nefndinni héldi áfram eitt ár í viðbót. Rætt var um að SÍM myndi halda námskeið um umsóknir fyrir félagsmenn. Hlynur lagði til að hætt yrði með þessi fysísku fylgigögn með umsóknum, nú yrði allt stafrænt og SÍM myndi aðstoða félagsmenn sem eru ekki tölvuvæddir. Rætt var um að skrifstofa SÍM gæti tekið að sér að vera með vinnusmiðju fyrir félagsmenn sem vilja aðstoð fyrir umsóknir og þá gæti verkefnastjóri Dags myndlistar tekið þátt í þessari auknu vinnu með skrifstofu SÍM. Hlynur tók fram að stuðningur stjórnar úthlutunarnefndar launasjóðs var mjög góður.
 4. 3 aðalfulltrúar og 3 varafulltrúar valdir í úthlutunarnefnd launasjóðs

myndlistamanna. Rætt var um mögulega fulltrúa en þetta verður valið með netpósti milli stjórnarmeðlima en skila verður vali fyrir 15. maí.

 1. Dagur myndlistar – til umræðu og ákveða dagsetningu. Rætt var mjög stuttlega um Dag myndlistar í bæði dagskrárliðum 2 og 3.
 2. Kl 11:30 kemur Unnar Örn í stutt samtal vegna Degi mynlistar. Kom ekki og málið frestast.
 3. Rekstraráætlun SÍM fyrir árið 2014. Framkvæmdastjóri SÍM, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, fór yfir rekstraráætlun yfir árið 2014. Salur á Korpúlfsstöðum yrði nýttur og fá einhverjar tekjur frá því og hægt yrði að nota það fjármagn t.d. Í að uppfæra umm.
 4. BÍL áheyrnarfulltrúi SÍM hjá Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur –

til umræðu. Formaður las bréf sem hún ritaði eftir sinn fyrsta fund hjá BÍL þar sem komu upp nýjar tillögur um áheyrnafulltrúa. Formaður vill ræða þessar breytingar meir og mun ræða við fyrrverandi formann SÍM Áslaugu Thorlacius.

 1. Fulltrúi BÍL í Skaftfelli.
 2. Siða- og verklagsreglur SIM, til undirritunar. Stjórnarmeðlimir SÍM skrifuðu undir siða- og verklagsreglur SÍM.
 3. Laun fráfarandi formanns- til umræðu. Formaður las bréf frá fyrrverandi formanni þar sem fram kemur að fyrrverandi formaður telur sig eiga ógreidd laun inni og annan kostnað. Rætt var um að stjórn hafi einhvers konar eftirfylgni með störfum formanns og að þau hefðu tækifæri til þess að tala við starfsfólk SÍM einu sinni á ári og ræði störf formanns. Mikilvægi samstarf stjórnar og skrifstofu SÍM. Kröfu fyrrverandi formanns samkvæmt vinnuskýrslu var hafnað, en málið verður tekið aftur upp á næsta stjórnarfundi.
 4. Önnur mál.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com