Untitled

Stjórn SÍM óskar Freyju Eilíf og Úlfi Karlssyni til hamingju með mánaðar dvalarstyrk í gestavinnustofu SÍM í Berlín

Stjórn SÍM óskar Freyju Eilíf og Úlfi Karlssyni til hamingju með mánaðar dvalarstyrk í

gestavinnustofu SÍM í Berlín.

Frá árinu 2010 hefur SÍM haft Gestavinnustofu í Berlín á leigu fyrir félagsmenn SÍM. Gestaherbergin eru tvö, Askja

og Hekla, en gestir deila eldhúsi og baðherbergi. Gestavinnustofan er staðsett í Friedrichshain sem er lifandi hverfi. Þar býr fjöldi listamanna og hönnuða. Hverfið er iðandi af börum, kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtilegum verslunum.

Freyja og Úlfur munu segja frá dvöl sinni í STARA ásamt gefa lesendum innsýn í þeirra listsköpun.

Úlfur Karlsson (f.1988) er fæddur í Gautaborg. Hann býr og starfar í Reykjavíka.

Úlfur útskrifaðist með BA frá Listaháskólanum í Gautaborg.

www.ulfurkarlsson.com

Freyja Eilíf (f.1986) er fædd í Reykjavík. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Freyja útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2014.

freyjaeilif.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com