DSC03161

Stillur Módelteikningar Dereks Mundell í Listhúsi Ófeigs

Stillur
Módelteikningar Dereks Mundell í Listhúsi Ófeigs
 
Derek Mundell sýnir módelteikningar í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5,
Sýningin opnar laugardaginn11. febrúar kl. 14:00- 16:00. Hún stendur til 5. mars. Opið er 10–18, mánudaga – föstudaga og 11–16, laugardaga.

 

Það hentar vel að teikna mannslíkamann með vatnslitum og bleki sem flæðir og dreifir sér hratt og örugglega um pappírinn. Þegar listamaðurinn hefur ekki tíma til að ofvinna með pensli verða vatnslitir ferskir og tærir. Módelið heldur stöðu sinni í fáeinar mínútur og því má listamaðurinn ekki hika. Hann málar það sem hann sér í sjónhendingu. Engar tvær stöður eru eins og líkamar ólíkir, birtan síbreytileg. Það bíður upp á tilraunastarfsemi án þess að hafa sérstakar væntingar um árangur. En listamaðurinn er alltaf tilbúinn að prófa aftur og læra eitthvað nýtt. 
 
Á sýningunni eru brot af verkum sem unnin voru á síðastliðnu ári. Þau eru tilraunirnar sem heppnuðust best.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com