Steingrímur Gauti2

Steingrímur Gauti sýnir í Geysi Heima

…en svo vissi ég minna opnar í kjallaranum á Geysi næstkomandi laugardag, 8. júní.

Það er erfitt að halda áfram að mála. Að gera ný málverk. Hvernig er það gert, hægt, þegar fólk hefur málað í 30,000 ár? Þarf hugrekki til að halda áfram að mála? Til að telja sig sem málara eins og öll þau goðsagnakenndu hin sem hafa gert svo falleg málverk. Eða er auðveldara að mála ef 30,000 ár af fólki hefur málað? Hugmyndin þannig að ég get málað, þarf að mála, af því aðrir gátu það, þurftu þess. Að gera eitthvað sem er nær einhverjum kjarna, einhverri stillu, kyrrð, byrjun, en margt annað. Er þá auðvelt að mála? Þegar ekkert sem þú getur málað getur verið nýtt? Þegar það er ómögulegt að gera eitthvað aftur, að búa aftur til fortíðina, það sem er falið, undir, og þá ert þú að mála sjálfan þig frekar.

Er hugrekki þá í því að mála það sem þú vilt? Að reyna að komast að því sem þú vilt? Að reyna að komast að því hvað málverk er, er samofið því að komast að hvað maður sjálfur er. Við erum að fela eitthvað og við erum að sýna eitthvað. Mála fyrst eitthvað, en mála svo aftur yfir það, fela það allt, eða bara hluta; horfa í gegnum gat, sjá eitthvað í gegnum eitthvað annað. Þegar maður verður hræddur við það sem maður ætlar að sýna öðru fólki, hvað hefur maður fundið þá? Kannski hugrekki, kannski eitthvað annað. Kannski ekki meira hugrekki en eitthvað annað, en maður veit þegar maður finnur það. Það er það sem er erfitt. Af því maður leitar að einhverju óræðu. Erfiðin líka þá að týna, breyta, mála ekki yfir það fallega sem maður hefur fundið. Að treysta sjálfum sér. Þú veist ekki hvað þú hefur fundið, en þú veist þú hefur fundið eitthvað. -Starkaður Sigurðarson

Steingrímur Gauti Ingólfsson er fæddur í Reykjavík árið 1986. Hann stundaði nám við Myndilstaskólann í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og Universität der Künste í Berlín. Steingrímur á að baki fjölda einka- og samsýninga hér á landi undanfarin ár. Steingrímur Gauti er í samstarfi við Tvo Hrafna Listhús, www.tveirhrafnar.is.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com