Steingrímur Eyfjörð

SÍM á tímamótum.

Ég hef verið virkur stjórnarmeðlimur í stjórn SÍM í fjögur ár og tel mig þess vegna hafa kynnst vinnubrögðum og starfsemi í félaginu á þessum tíma. Ég er einn af stofnendum Nýlistasafnins og hef verið tvisvar í stjórn þar. Verið í ritstjórn tveggja menningartímarita, tekið þátt í rekstri á sýningarsal, skipulagt ráðstefnu og séð um sýningarstjórn. Ég tel mig þekkja stöðu myndlistar bæði sögulega, réttindalega og hef verið þátttakandi í breytingum og verið vitni að forsendum fyrir stöðu myndlistar í dag. Það er mjög mikilvægt að formaður SÍM komi af vettvangi starfandi myndlistarmanna. Formaður SÍM er ekki lengur með að aðalstarfi að sækja fundi og sjá um skrifstofustörf, heldur verður starf formanns SÍM vekefnamiðað. Í samvinnu við starfandi myndlistarmenn hef ég sett saman tillögur að verkefnum sem talið er að skipti máli fyrir réttindabaráttu okkar félagsmanna.

Það sem var talið óhugsandi fyrir nokkrum árum, er orðið að veruleika.

Borgum myndlistarmönnum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com