Z9A7246copy2.102307

STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ – Sjónsköpun – 04.11.17 – 06.01.18

STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ | Sjónsköpun | 04.11.17 – 06.01.18

Steingrímur Eyfjörð bættist í listamannaflóru Hverfisgallerís fyrr á árinu og er það okkur sérstök ánægja að bjóða þér á fyrstu einkasýningu hans í galleríinu, næstkomandi laugardag 4. nóvember kl. 16.00 – 18.00.

// see english below

“Verk Steingríms Eyfjörð eru fyrst og fremst samtöl þar sem ólíkri reynslu og skoðunum er teflt fram og reynt að rekja í þeim þræðina. Viðfangsefnin koma úr ýmsum áttum, þræðirnir liggja víða og allt virðist eiga erindi í samtal Steingríms: Samfélagsmál, sálfræði, hindurvitni og hjávísindi, sögur, myndlist og bókmenntir. Þetta er díalektísk aðferð þar sem leitin að tengingum og skilningi er samkomulagsatriði milli ólíkra sjónarhorna frekar en að hún lúti einni, röklegri reglu. Vinnsla og frágangur verkanna virðist líka vera samræða milli ólíkra leiða og miðla. Þótt texti í einhverri mynd hafi lengi verið gegnumgangandi hefur Steingrímur líka búið til skúlptúra af ýmsu tagi og innsetningar, unnið með teiknimyndaformið, og notað bæði ljósmyndir og vídeó.Sem gestir á sýningum Steingríms göngum við inn í samræðuna.”

Jón Proppé

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) er einn af okkar fremstu samtímalistamönnum og hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir listsköpun sína á Íslandi og erlendis. Steingrímur nam myndlist á Íslandi og í Hollandi og hefur í verkum sínum farið inn á merkingarsvið heimspeki, vísinda, félags- og mannfræði þar sem viðfangsefni verkanna geta verið um jafnólíka hluti og trúmál, pólitík, dægurmenningu, íslenska þjóðmenningu og sögu. Steingrímur á að baki yfir hundrað einkasýninga og samsýninga, á Íslandi og erlendis, m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Gerðarsafni, Listasafninu á Akureyri, Den Haag Gemeente Museum, Royal College of Art (London), Mücsarnok (Budapest), Centre International d’Art Contemporain (Carros, Frakklandi), Meilahti Art Museum, (Helsinki), Henie Onstad Kunstcenter (Osló) og Feneyjartvíæringnum 2007. Hann var tilnefndur til Carnegie Art Award 2004 og aftur 2006 og hlaut Menningarverðlaun DV fyrir myndlist árið 2002.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður L. Gunnarsdóttir í síma 864-9692 eða í tölvupósti sigridur@hverfisgalleri.is

Image: Steingrímur Eyfjörð, Cold war 1, 2017. Enamel and spray paint on aluminum. 150x70cm x 2. Photo: Vigfús Birgisson.

//

STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ | Pareidolia | 04.11.17 – 06.01.18

Hverfisgallerí welcomes you to the first solo exhibition Pareidolia by Steingrímur Eyfjörð on Saturday, 4 November at 4 pm – 6 pm.

“Steingrímur Eyfjörð presents his art as an ongoing conversations where different experiences and opinions clash and are explicated. The subjects can be gleaned from any available source and all seem to find a place in Eyfjörð’s discussion: Social issues, psychology, superstitions and pseudo-science, stories, art and literature. This is a dialectical method where the search for connections and understanding is a matter for discussion and eventual compromise between different perspectives, rather than being governed by a single, logical rule. The making and presentation of the works also seems to be a discussion between different approaches and media. While text has long played a major role, Eyfjörð has also made sculptures and installations, used illustrations and even cartoon formats, as well as both photography and video. As guests in his exhibitions we become part of this never-ending conversation.”

Jón Proppé

Steingrimur Eyfjörd (b. 1954) is one of the foremost of a generation of artists who came to prominence in Iceland during the 1970s. His work employs a wide variety of media, including photography, comic strip, video, painting, sculpture, performance, writing and installation. His art may appear equally diverse conceptually: founded on influences as disparate as folk tales, Icelandic sagas, women’s fashion magazines, religion, superstition, critical theory and many other current topics, Eyfjörd’s chains of association intersect at a nodal point of multiple meaning, forming a body of work that is multi-layered and at times perplexing yet always reveals an articulate and unexpected approach to the issues at hand. Eyfjörð represented Iceland at the Venice Biennale in 2007.

For further information contact Sigríður L. Gunnarsdóttir at sigridur@hverfisgalleri.is or +354 864-9692.

Image: Steingrímur Eyfjörð, Cold War 1, 2017, Enamel and spray paint on aluminium 150×70 cm x2. Photo: Vigfús Birgisson.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com