Steingrímur Eyfjörð í Kunstschlagerstofu – BICALUTAMIDE

BICALUTAMIDE

 

Kunstschlager kynnir Steingrím Eyfjörð í Kunstschlagerstofu:

BICALUDAMIDE – laugardaginn 23. maí kl.14.00 í Listasafni Reykjavíkur, Kunstschlagerstofu.

 

Kunstschlager hefur komist á snoðir um splunkuný verk Steingríms Eyfjörðs eða öllu heldur gömul verk sem öðlast hafa nýtt líf. Líkt og í fyrri verkum sínum færir Steingrímur persónulega reynslu sér í nyt og til verða verk sem nátengd eru aðstæðum og hugarástandi listamannsins hverju sinni. Hið huglæga starfsvið listamannsins er hér undirliggjandi þar sem hinir ýmsu tímapunktar í lífi listamannsins mætast – fortíð, nútíð og framtíð; hér flæðir undirmeðvitundin, goðsagan, kvenleikinn og sjálfur dauðinn. Hvað er Bicalutamide og hvernig það tengist það verkinu Grýla er hvers og eins að túlka en öðru fremur að skynja – líkamleg ofskynjun – „blindi bletturinn“, sem skynsemin getur með engu móti gert sér grein fyrir.

 

Sýningin opnar 21. maí kl. 17 og mun hún standa yfir til 4. júní. Tekið skal fram að 25% af sölu verkanna rennur til Krabbameinsfélagsins.

Allir velkomnir

 

 

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) er meðal fremstu listamanna þjóðarinnar og hafa verk hans verið sýnd á yfir 150 einka- og samsýningum víðs vegar um heiminn. Steingrímur útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og fór í framhaldsnám til Ateneum í Helsinki. Þaðan hélt hann í Jan van Eyck Akademíuna og lauk námi árið 1983. Steingrímur var einn stofnenda Gallerís Suðurgata 7, var valinn á Feneyjartvíæringinn 2007 og hlaut sjónlistarverðlaunin fyrir þá samnefndu sýningu. Tvisvar hefur hann verið tilnefndur til hinna virtu Norrænu listaverðlauna Carnegie og nú um mundir á hann verk á norrænu samsýningunni Momentum 8 í Noregi.

Léttar veitingar verða í boði,

Allir velkomnir!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com