Image

Stefán Þór sýnir í Listhúsi Ófeigs


BOÐSKORT

Laugardaginn 23. september, kl. 15:00, opnar í Listhúsi Ófeigs að
Skólavörðustíg 5 í Reykjavík myndlistarsýning Stefáns-Þórs
myndlistarmanns. Sýningin ber heitið “Skáldað á striga – Ljóð lýsa
mynd”.

Um er að ræða andlitsmyndir af þekktum íslenskum skáldum ásamt stuttum
handskrifuðum ljóðum þeirra. Verkin eru unnin með blandaðri tækni.
Haft var samráð, eftir föngum, við skáldin sjálf um val á ljóðum.

Opnun sýningarinnar verður þann 23. september milli kl. 15:00-17:00.
Allir velkomnir. Sýningin stendur til 18. október.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com