Stara Forsida

STARA 8 komin út.

STARA er tímarit og leitast við að efla umræðu og þekkingu á myndlist ásamt því að segja frá starfsemi SÍM. Tímaritið er bæði á íslensku og ensku, og höfðar jafnt til fagfólks sem og áhugafólks um myndlist. Það kemur út tvisvar á ári, apríl og október. Tímaritið er opið öllum og er aðgengilegt  á heimasíðu SÍM. Einnig eru prentuð út 500 eintök á íslensku sem dreift er frítt. STARA er gefið út af Samband Íslenskra Myndlistarmanna

Áttunda tímaritið kom út nú á dögunum. Meðal efnis í þessu eintaki er:

STARA tók viðtal við NýlóKling & Bang og Ólaf Elíasson, en þau eru öll búin að koma sér fyrir í Marshallhúsinu.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, fjallar um einkasýningu Einars Fals IngólfssonarGriðarstaðir, sem stóð nýlega yfir í Listasafninu á Akureyri.

Kristín Ómarsdóttir skrifaði hagsmunagreinina Peningana eða lífið.

Þórdís Aðalsteinsdóttir, myndlistarmaður, fjallar um bókina Leikið á tímann, sem myndlistarmaðurinn Ásta Ólafsdóttir gaf út síðastliðið haust.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, teiknar upp hvernig hægt er að innleiða Framlagssamninginn í fjórum skrefum, og sýnir áætlaðan kostnað safnanna og hvað þau áætla að greiða til listamanna árið 2017.

Hér er hægt að lesa blaðið á vefnum.

Hér má ná í PDF útgáfu.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com