18cd8143 53bc 4ae3 9f88 Ef922ace2756

Staðir opna í þriðja sinn 07.07. á Flakkaranum

(ENGLISH BELOW)

Verið velkomin á opnun sýninganna á Stöðum, laugardaginn 7. júlí kl 12:00 á Flakkaranum við Brjánslæk í Vatnsfirði. 

STAÐIR / PLACES fer fram í þriðja sinn í sumar á sunnanverðum Vestfjörðum. Listamennirnir sem taka þátt í ár og sýna verk eru Hildigunnur BirgisdóttirGunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.

STAÐIR er listamannarekið sýningarverkefni sem fer fram annaðhvert ár á sunnanverðum Vestfjörðum. Verkefnið miðar að því að skapa tíma og rými fyrir listamenn til að vinna að nýjum verkum, ýmist varanlegum eða tímabundnum, í návígi við náttúruna eða sögulega og einstaka staði. Staðir skiptast í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að verki áður en því er hrint í framkvæmd og sýnt að ári liðnu

DAGSKRÁ  – 07.07.2018

12:00 Opnunar ferðalagið byrjar við Brjánslæk í hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga – Flakkaranum, en þar hefur Hildigunnur unnið verk fyrir staðbundna nagla.

12:30 höldum við í átt að gamla prestbústaðinum við Brjánslæk þar sem verk Þorgerðar eru staðsett og liggja að vegaslóðanum í Surtarbrandsgili. Gestum gefst einnig kostur á að sjá sýningu á vegum Umhverfisstofnunar á steingervingum úr Surtarbrandsgili.

13:00 hefst ganga í Surtarbrandsgil og tekur um tvo tíma.

16:00 opnar sýning á bæjarskrifstofu Patreksfjarðar með verkum eftir leikskólabörn. Sýninguna vann Hildigunnur í samstarfi við Araklett, Tjarnarbrekku, Tálknafjarðarskóla (Vindheimar) og Vesturbyggð.

18:00 er staldrað við á bensínstöðinni (Orkunni) á Bíldudal þar sem bókverk Gunndísar verður til sýnis og sölu. Þar má líka finna nokkur verk eftir Hildigunni innan um fádæma úrval af ganglegum vörum. Því næst liggur leið að Bakkadal í Arnarfirði þar sem Gunndís býður gestum í stutta göngu. Sýningardagskránni lýkur hér, en gestum er boðið upp á léttar veitingar á Patreksfirði til að fagna þriðja sýningarári Staða!

Við vonumst til að sjá sem flesta!

Sýningastjórn er í höndum Evu Ísleifs. Sé óskað eftir frekari upplýsingum þá er áhugasömum bent á að hringja í 662-0518 eða senda tölvupóst á stadir@stadir.is.

Grafísk hönnun: Una Baldvinsdóttir

Verkefnið er styrkt af Vesturbyggð, Uppbyggingarsjóði Vestfjarðar og Myndlistarsjóði.

/////////////////////////////////////

Welcome to the opening of STAÐIR / PLACES, Saturday 7th July with new works by Hildigunnur Birgisdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir and Þorgerður Ólafsdóttir.

The exhibitions  will be open during the summer 2018 with guides available online at our website: www.stadir.is as well as in local businesses around the area.

STAÐIR / PLACES is an artist-run project and a biannual art exhibition in Westfjords of Iceland since 2014. The projects acts as a platform for artists to develop permanent or temporary works, with close connection to the surrounding areas or historical and significant places. STAÐIR provides artists with time and space to explore new ways of working and developing artworks.

OPENING PROGRAM  07.07.2018 

At 12.00PM the exhibition opens in Brjánslækur in Flakkarinn with one of three installations of the artist Hildigunnur Birgisdóttir.

(12:30) We will head towards the old priest house in Brjánslækur, where there is currently an exhibition by the Environment Agency on fossils / lignite from Surtarbrandsgil. The works by Þorgerður Ólafsdóttir are located around the dwelling and the walking path that leads to Surtarbrandsgil. Guests are invited for a walk that starts at 13.00PM that will take two hours.

(16:00) Our journey ends in Patreksfjörður with the opening of the exhibition built on the collaboration of the artist Hildigunnur Birgisdóttir with the kindergartens in Vesturbyggð.

(18:00) Onwards we head to Bakkadalur in Arnafjörður to see the work of Gunndís Ýr Finnbogadóttir. On the way there we will stop at the gas station in Bíldudalur where we can find one of Hildigunnur Birgisdóttir works.

Guests are then invited to join us for a gathering to celebrate our third exhibition of Staðir / Place. Hope to see you all !

Curator of Staðir 2018 is Eva Ísleifs. For further information   please contact us by phone +354 6620-518 or via email stadir@stadir.is 

Graphic design: Una Baldvinsdóttir

The project is funded by Vesturbyggð, Structural Funds of Westfjords and Icelandic Culture Fund.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com