Spor

SPOR | Gagnvirk danssýning fyrir börn

Þann 6. apríl frumsýnir Bíbí & Blaka verkið SPOR, gagnvirka dansýningu fyrir börn frá 5 ára aldri, í Menningarhúsi Gerðuberg.

SPOR  er könnunarleiðangur þar sem leitað er að galdrinum sem felst i orkunni – kraftinum sem býr i öllu. Áhorfendum er  boðið í heim þar sem orkan er allstaðar sjáanleg, heyranleg og snertanleg. Orkan í hafinu, á jörðinni, í geimnum og orkan í okkur sjálfum.

Börnin munu fylgja dansandi óbeisluðum orkugjöfum auk þess að kanna undarlegt umhverfið á eigin vegum. Hvaða orka er það sem kviknar í myrkrinu? Erum við orkusugur eða gefum við jafn mikið og við þiggjum

SPOR er gagnvirk innsetning með lifandi flutningi dansara og blandar þannig saman dansi og myndlist. Innsetningin skiptist upp í fjögur rými sem endurspegla ólíka eiginleika náttúrunnar til að skapa ljós og orku í hafi, jörð og á himnum.

Danssenurnar gefa börnunum tækifæri til að sjá heimana á fjölbreyttan hátt, kynnir til leiks möguleikana sem að innsetningin býður upp á og leiðir börnin áfram á ferðalaginu. 

Börnin fá að rannsaka heimana sjálfstætt og taka virkan þátt í upplifuninni. Leikmunir eru að einhverju leiti gagnvirkir og gefa frá sér hljóð og ljós við snertingu og þannig þróast og breytist umhverfið stöðugt á meðan á heimsókninni stendur.

Markmiðið er að börnin verði vitni að áhrifum orkunnar á lífverurnar sem flytjendurnir eru fulltrúar fyrir og fái að finna hvaða áhrif þessi orka hefur á þau.

SPOR er unnið í samstarfi við listamenn frá Noregi, Finnlandi, Grænlandi og Færeyjum og mun ferðast og þróast áfram í Grænlandi og Færeyjum.

Verkið er unnið í samstarfi við NAPA og  styrkt af Mennta- og menningarmálarráðuneytinu – Leiklistarráði, Listamannalaunum, Nordic Culture Fund og Reykjavíkurborg.

Höfundar: Bíbí & Blaka

Hönnun innsetningar, leikmuna og búninga: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Dans: Tinna Grétarsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Sólrún Sumarliðadóttir

Flytjendur: Valgerður Rúnarsdóttir & Snædís Lilja Ingadóttir

Aðstoðar sviðsmyndahönnuður: Mao

Aðstoðar búningahönnuður: Alexía Rósa Gylfadóttir

Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson, Mari Agge og Hermann Karl Björnsson

Stuttmynd: Lars Skjelbreia

Framkvæmdastjórn: Aude Busson

Grafísk hönnun: Jóhanna Erla // memm hönnunarstofa

Kvikmyndagerð: Carlo Cupaiolo

Ljósmyndir: Owen Fiene

Bíbí & Blaka  er hópur listamanna sem að vinnur að sviðsverkum fyrir ung börn og aðstandendur þeirra. Hópurinn samanstendur af Tinnu Grétarsdóttur danshöfundi, Sólrúnu Sumarliðadóttur tónskáldi og Guðnýju Hrund Sigurðardóttur sviðshönnuði auk þeirra flytjenda sem að eru í verkunum hverju sinni.

Bíbí & Blaka hefur ferðast víða bæði innanlands sem erlendis og sýnt verk sín í leikskólum, á hátíðum, í menningarhúsum og leikhúsum.

Lengd sýningar: u.þ.b 40 mínútur

Fjölda þátttakenda: 20

Miðasölu: Tix.is

Miðaverð: 2.900kr

Sýningar: 6., 27. 28. apríl kl.13 og kl.15 í Menningarhús Gerðubergi

www.birdandbat.org

Fylgið okkur á  Facebook:

Bird&BatSpor

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com