Spills

Spills – nýtt sviðsverk – sambland dans, myndlistar og tónlistar

Spills er nýtt íslenskt dansverk eftir Rósu Ómarsdóttur. Verkið fjallar um samband manns við umhverfi sitt og þá náttúruvá sem herjar á. Verkið er eitt allsherjar sambland listforma, blanda tónlistar, myndlistar og dans og er öll sköpun tónlistarinnar lifandi á sviðinu. 

Verkið var unnið í París, Brussel og Danmörku og er í uppsetningu Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíós. Meðframleiðendur verksins eru Theatre National de la Danse í París, Bora Bora Dans og Visuelt Teater í Árósum og Kunstenwerkplaats Pianofabriek í Brussel. 

Rósa Ómarsdóttir er íslenskur danshöfundur búsett í Belgíu. Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar um Evrópu, nánar tiltelkið í Belgíu, Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Lettlandi, Króatíu, Grikklandi, Frakklandi, Tyrklandi og á Íslandi og hlotið góðar viðtökur og gagnrýni. Rósa hefur iðulega komið til Íslands til að sýna verk sín og hefur hlotið grímutilnefningar fyrir þau en hún fékk Grímu-verðlaun sem danshöfundur ársins 2016.

Sýninging fer fram á miðvikudaginn 27. nóvember kl 21.00

Spills

Í heimi þar sem allt drýpur og lekur verða til undarleg vistkerfi og kynleg orsakatengsl. Mismunandi efni samtvinnast og tengjast í gegnum undarlegar lúppur og dularfull kerfi. Sviðið umbreytist í eins konar vistkerfi, sem líkist að vissu leiti vistkerfi náttúrunnar, nema hér er ekki allt sem sýnist. Sambandið milli orsaka og afleiðinga, þess lífræna og ólífræna, milli lifandi og dauðra, er ekki lengur skýrt.
Mismunandi landslagsmyndir blandast saman svo ekki er alltaf víst hvort um er að ræða mýrlendi, klettadranga, neðansjávardýpi eða dystópísk heimsslit. Landslagsmyndirnar leka, drjúpa og skarast á, festast í hringrás, þar til þær leysast upp, sullast og sundrast.
Ósýnileg öfl eru í aðalhlutverki: raki, bylgjur, rafsegulsvið og þyngdarafl eru hreyfiaflið í þessu annarlega vistkerfi þar sem jafn sjálfsagt og náttúrulegt fyrirbæri líkt og orsakasamband verður að töfrandi sjónarspili.

Höfundur og performer: Rósa Ómarsdóttir
Sviðsmynd: Dora Durkesac
Tónlist: Nicolai Hovgaard Johansen og Rósa Ómarsdóttir
Hljóðhönnun: Nicolai Hovgaard Johansen.
Ljósa innsetning, ljósahönnun og tæknistjóri: Hákon Pálsson
Ljósa aðstoð: Kjartan Darri Kristjánsson
Búningahönnun: Kristjana Björg Reynisdóttir
Dramatúrg: Ingrid Vranken
Listræn aðstoð: Ana Dubljevic
Framleiðsla: Kunstenwerkplaats Pianofabriek
Með-framleiðsla: Chaillot Theatre National de la Dance, Bora Bora Dans og Visuelt Teatre, Kunstenwerkplaats Pianofabriek og Tjarnarbíó
Stutt af: KAAP Brugge, C-Takt Belgíu, Dansverkstæðið, Reykjavík Dans Festival, Íslenska sendiráðið í Paris

miðasala fer fram í gegnum: https://tix.is/is/event/8520/spills-rosa-omarsdottir/ 

  • afsláttarkóði: spills2019tilbod
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com