Spessi – sýning í gallerí Listamenn.

Spessi__facebook event

 

Spessi – sýning í gallerí Listamenn.

……………

 

͈Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild.  Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær.  Eftivæntingin skilar sér í einhvers konar undarlega settlegri óvissustemningu. Myndirnar eru teknar á Fogo Island við Nýfundnaland á austurströnd Kanada.  Á eyjunni eru ellefu fiskimannasamfélög innflytjenda frá Bretlandseyjum sem settust þarna að til að veiða fisk þar til þorskstofninn hrundi fyrir um þremur áratugum síðan.  Punktar voru málaðir á hurðir fiskiskúranna til að hjálpa sjómanninum að rata rétta leið í morgunmuggunni, ólæsi var algengt og sjómennirnir lögðu öll mið og leiðarlýsingar á minnið.  Nú hrærist fólkið í minningum um horfna tíma.  Spessi skynjar sársauka þessa fólks betur en flestir aðrir, enda sjálfur fæddur og uppalinn í sjávarbyggð við Norður-Atlantshaf. Hann les í umhverfið, skyggnist undir yfirborð ljúfmennsku þar sem erfið lífsbarátta, kúgun og grimm fátækt hefur skilið eftir sig djúp spor.  Þetta fólk hefur lifað kynslóð fram af kynslóð í nánum tengslum við náttúruna, líf þess snýst um að verja sig gegn veðrinu, fjölga sér og sækja sér í soðið.  Það er einhver frumveikleikastyrkur í kúltúr þessa fólks, einhver frumóþverrafegurð.  Þau eru frumlega venjuleg,  þau eru náttúran sjálf.  Fjölskyldan er þeim allt og allt snýst um mat .. og svo er það pósthúsið ..  ̎ 

 

Elísabet Gunnarsdóttir

stofnandi og fyrsti stjórnandi Fogo Island Arts

……………

 

Spessi – Sigurþór Hallbjörnsson (f. 1956) lagði stund á ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst – í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1994.  Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum hér á landi og erlendis meðal annars  í Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð, Belgíu (Brussel) og Bandaríkjunum (New York).  Gefnar hafa verið út þrjár bækur með ljósmynaverkum Spessa; Bensín (1999), Location (2007) og Chicken Fajitas in the Manner of Google, Mexican Corn soup and Chocolate Ice Cream (2008).

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com