LI AJ 00182

Spegilmynd – leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar

Spegilmynd, leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar 15. nóv kl. 16.

Eyrún Óskarsdóttir, listfræðingur verður með leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar sunnudaginn 15. nóvember kl. 16.

Í safneign Listasafns Íslands er að finna 29 verk eftir Ásgrím Jónsson með heitinu Sjálfsmynd og á  sýningunni eru 15 þeirra. Elstu sjálfsmyndina af þeim sem til eru á sýningunni málaði Ásgrímur á sama árinu og hann hóf nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn, árið 1900 en þær yngstu eru frá sjötta áratugnum.
Eyrún mun fjalla um feril listamannsins og tengja málverkin sem hanga uppi í íbúð listamannsins og verkin á sýningunni Spegilmynd á vinnustofunni.
Safnið er opið frá kl. 14.00 – 17.00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com