Midpunkt

Space Lab “Framtíðin er björt fyrir geimferðir á Íslandi.” – Hin íslenska Geimferðastofnun. 26. Júlí og 2. Ágúst milli 13-15

Í rými Midpunkts í hamraborginni vinnur nú fransk-íslenskt listateymi í fyrstu residensíu sem menningarmiðstöðin býður upp á. Það samanstendur af Camille Lacroix og Ara Allansson.
Camille er frönsk hljóðlistakona og leikmyndahönnuður, sem býr og starfar í París í Frakklandi. Ari er íslenskur kvikmyndagerðarmaður sem býr og starfar í París. Hann hefur sett upp verk og sýningar sem heyra undir samtímalist, og var nýráðinn forstöðumaður menningarstofu Fjarðarbyggðar. Saman hafa Ari og Camille rekið hátíðirnar Air d´Islande og Polar um áraraðir sem kynnt hafa íslenska og norræna menningu víða í Frakklandi.

Íslendingar hafa löngum verið forvitnir um það sem liggur fyrir utan landsteinanna og útþráin er landsmönnum í blóð borin. Við erum fædd á eyju í norður Atlantshafi og það er okkur nauðsyn að geta ferðast yfir hafið í allar höfuðáttirnar fjórar.

Íslenska Geimferðastofnunin vill bæta fimmtu áttinni við – beint upp og út í geim.

Hin Íslenska Geimferðastofnun kemur til með að starfrækja “Space Lab” í Midpunkt í Kópavogi, staðsett í Hamraborg 22.
Space Lab-inu er stjórnað af meðlimi AA75 og meðlimi CL83 og er starfrækt í þeim tilgangi að rannska eldflaugavísindi og geimferðir í öllum sínum víddum.

Rannsóknarvinnan fer fram að mestu fyrir luktum dyrum en áhugasömum gefst tækifæri til að koma og kynna sér hvernig henni miðar föstudaginn 26. Júlí, frá klukkan 13 – 15 og föstudaginn 2. Ágúst, frá klukkan 13 – 15. 

Nánari upplýsingar má sjá í event og hægt er að hafa samband í gegnum facebook síðu Midpunkts. 
https://www.facebook.com/events/462934781164772/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com