Capture

Space Iceland call for cooperation: Space, art and design

Space Iceland call for cooperation: Space, art and design

###English translation below Icelandic###

Við hjá Space Iceland erum að leita að samstarfsaðilum á sviði lista og hönnunar fyrir langtímaverkefni. Verkefnið snýr að hönnun og úrvinnslu á listaverki sem fer til tunglsins, í samstarfi við Moon Gallery. Space Iceland hefur tryggt að íslenskt listaverk verði á tunglinu. Hugmyndin er að vinna verkefnið með grunnskólum landsins þar sem börn fá að vinna með lista- og tæknifólki að þróun hugmyndar á listaverki eða skúlptúr. Þá erum við að horfa til Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, þar sem nemendur senda inn hugmyndir, þeir nemendur fá að þróa sína vinnu áfram undir handleiðslu fagaðila í listgreinum. Það geta verið hönnuðir í grafík, myndlist, rithöfundar, arkitektar og myndhöggvarar svo fátt eitt sé nefnt. Áhersla verður lögð á þverfaglega nálgun.

Um Moon Gallery

Moon Gallery er alþjóðlegt samstarfsverkefni og hugmyndasafn sem sent verður til tunglsins, með það að markmiði að vera fyrsta listasafnið á tunglinu. Moon Gallery er plata í stærð 10 x 10 x 1 cm, með stæði fyrir 100 listaverk hvaðeina úr heiminum.

Við erum að sækja um fjármögnun fyrir verkefnið, við höfum tryggt fjármagn að hluta, sem fer í laun, efniskostnað og framleiðslu. Við ætlumst ekki til að einstaklingar eða fyrirtæki sem koma að verkefninu gefi sína vinnu, enda um langtímaverkefni að ræða sem felur í sér talsverða vinnu.

Ef þú eða þitt fyrirtæki hafið áhuga á að taka þátt í verkefninu er velkomið að senda tölvupóst á alfa@spaceiceland.is

###English###

Space Iceland is looking for cooperatives in art and design for a long term project. It is a cooperative project with the Moon Gallery on creating and designing an art piece sent to the Moon.

About Moon Gallery

Moon Gallery is an international collaborative artwork and a gallery of ideas worth sending to the Moon. Moon Gallery aims to set up the first permanent museum on the Moon. Moon Gallery will launch 100 artefacts to the Moon within the compact format of 10 x 10 x 1cm plate on a lunar lander exterior panelling.

The project’s main goal is to involve children at a primary school level in the design process, with the guidance of artists, designers, engineers, and scientists. During the project, children’s creativity, imagination and independent thinking will be at the forefront. It is an interdisciplinary project where experts in art, design, engineering, space science and technology, physics and chemistry, and other natural sciences and technology are involved.

Space Iceland is applying for grants and funding for the project to cover salary, cost of material and production. We do not expect individuals or companies in the art field to work pro bono, as this is a long term project and requires an extended amount of work. If you or your company would like to be involved in the project, please contact us at alfa@spaceiceland.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com