Söguhringur Listsmidja Birdsofparadise 002

Söguhringur kvenna |Listsmiðjan Paradísarfuglar

Sunnudaga | 19. janúar, 16. febrúar, 15. mars, 19. apríl, 17. maí
kl. 13.30 – 17.00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík

Í listsmiðjunni Paradísarfuglar er notast við tónlist og fjölbreytta myndlistartækni sem að stuðla að núvitund. Hvernig tökumst við á við áskoranir í lífinu? Hvernig öðlumst við hugarró? Hér gefst tækifæri til að hverfa frá amstri og áhyggjum, finna innri ró og gleði í afslöppuðu umhverfi og góðum félagsskap. Listsmiðjan hefst næstkomandi sunnudag, 19. janúar, í Gerðubergi, kl. 13.30.

Í listsmiðjunni eru þróaðar myndir og verk í sameiningu út frá hugmyndum tengdum fuglum, en þeir eru oft tákn um frelsi og frið. Helen Whitaker, tónlistarkona og sálgreinir, og Lilianne van Vorstenbosch, sálfræðingur og myndlistarkennari, leiða konur í sköpun sameiginlegs listaverks í rólegu og kærleiksríku umhverfi

Söguhringur kvenna býður öllum konum að taka þátt í sköpunarferlinu. Aðgangseyrir er enginn.

Viðburðurinn á Facebook og á vef Borgarbókasafnsins.

Um Söguhring kvenna
Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast og tengjast í gegnum samveru og listræna tjáningu. Jafnframt er boðið upp á hagnýta fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá Söguhrings kvenna vetur/vor 2020 er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu.

Frekari upplýsingar um Söguhringinn er að finna á vef Borgarbókasafnsins og á Facebook.

The Women‘s Story Circle | Birds of Paradise – Music and Meditative Art Workshop

Sundays | 19 January, 16 February, 15 March, 19 April, 17 May
at 1.30 – 5.00 pm
Reykjavik City Library | Gerðuberg Culture House
Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík

An art and music-based workshop for women to find a moment of calm and joy. We come together to create a collective artwork with birds as the central theme. The workshop is led by Helen Whitaker, counsellor and musician, and Lilianne van Vorstenbosch, psychologist and artist.

Life can be challenging. Sometimes we need a break and new focus. With musical exercises and simple visual art techniques we would like to encourage participants to be in the present moment, to find peace, calm and joy in a safe environment and with good company. With popular techniques like dot-painting, zentangle drawing, dry felting, collage and rhythmic song and sound we would like to create a new project with the theme birds. Immigrant women do not always have the opportunity to show their true potential. In images of birds we hope they can show their „true colours“ and „beautiful feathers“. We hope women will be excited to express themselves in music and art.

All women are welcome and no special abilities are required. No registration fee.

The Women‘s Story Circle is a platform for women from all walks of life to meet and connect by coming together and expressing through various art forms. At the same time we also provide information about the culture and society in which we live. All women are welcome to participate at any time.

The Women’s Story Circle is a cooperation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N in Iceland. The winter/spring program 2020 is funded by The Ministry of Social Affairs. All information about the activities of The Women‘s Story Circle on the website of Reykjavík City Library and on Facebook.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com