20190109 220640

Soffía Sæmundsdóttir sýnir í Gallerí Gróttu

Soffía Sæmundsdóttir – ÓRÆTT LANDSLAG – 24. janúar – 24. febrúar 2019

Á sýningu Soffíu eru olíumálverk unnin á tré og myndröð unnin á pappír með olíulitum og coldvaxi sem blandað er saman við litinn og borið á með spaða. Yfirbragð sýningarinnar er hrátt, verkin eru unnin hratt og máta sig við “óhlutbundna málarahefð” með áherslu á endurtekningu í myndbyggingu og samspili lita og flata. Tvö málverkanna eru unnin með 13 ára millibili.

Nothing is more abstract than reality (G. Morandi)

Soffía Sæmundsdóttir(1965) er fædd í Reykjavík og hefur verið virk á myndlistarvettvangi frá útskrift úr grafíkdeild MHÍ 1991. Hún hefur staðið fyrir ótal sýningum, tekið þátt í samsýningum, rekið vinnustofu og kennt myndlist um árabil. Hún hefur auk þess þegið vinnustofudvalir víða um heim og tekið þátt í félagsstörfum myndlistarmanna m.a. sem formaður og í sýningarnefnd félagsins Íslensk grafík til margra ára. Soffía lauk meistaragráðu í málun frá Mills College í Kaliforníu 2001-3 og kennsluréttindum frá LHÍ 2010.

Verk Soffíu eru í eigu fjölmargra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á alþjóðlegum sem innlendum vettvangi m.a. starfslaun myndlistamanna til þriggja mánaða 2016, Verkefnasjóð Myndstefs, Mugg og verið valin til þátttöku á sýningum fyrir Íslands hönd. Hún hlaut Joan Mitchell Painting and Sculpture Award 2004, kennd við samnefnda stofnun í New York. Soffía býr á Álftanesi og er með vinnustofu við smábátahöfnina í Hafnarfirði en rætur hennar liggja í Landsveit í Rangárvallasýslu.

Vertu velkomin á sýningu Soffíu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com