36852353 10216855881696190 543695919976022016 N

Soffía Sæmundsdóttir – Gallerí Göng

Fimmtudaginn 12. júlí nk. klukkan 16 opnar Soffía Sæmundsdóttir myndlistarkona sýninguna Trú flytur fjöll í Gallerí Göng. Gallerí Göng eru göngin milli Háteigskirkju og safnaðarheimilisins. Gengið inn frá safnaðarheimilinu.

Á sýningunni eru málverk og smáverk gerð á undanförnum árum sem öðlast nýtt samhengi og tilgang valin saman undir þessum titli. Sum hafa verið sýnd áður en önnur voru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu.

Soffía Sæmundsdóttir hefur verið virk á íslenskum myndlistarvettvangi undanfarinn áratug og á að baki ótal einka og samsýningar heima og heiman. Hún er kunn af málverkum sínum sem vísa í ákveðinn myndheim þar sem frásagnargleði, ferðalangar á eilífðarvegferð og landslag koma við sögu.

Verkin á sýningunni eru til sölu og frekari upplýsingar á soffias@vortex.is eða í s:8987425. Sýningin stendur í einn mánuð.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com