4dc12148 4d8e 4d6b A875 2673a8d2da0c

Slæmur félagsskapur – leiðsögn í Kling & Bang

(English below)

Næst á dagskrá í Kling & Bang er leiðsögn um sýninguna Slæmur félagsskapur fer fram sunnudaginn 2. apríl kl. 14. með listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni og Berglindi Ernu Tryggavdóttur. Ingibjörg Sigurjónsdóttir leiðir spjallið. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sýningin er samsýning átta listamanna sem eru að hasla sér völl á myndlistarsviðinu. Þau hafa komið úr listnámi á síðustu þremur árum, en flest þeirra útskrifuðust í fyrra. Þetta er því einhvers konar úrval úr hinni kraftmiklu ungu Reykjavíkursenu. Listamennirnir vinna með ólíka miðla og gefst því sýningargestum kostur á að sjá gjörninga, málverk, skúlptúra og video.

Listamennirnir eru: Árni Jónsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir & Rúnar Örn Marinósson, Hrefna Hörn Leifsdóttir & Sarah Rosengarten, Leifur Ýmir Eyjólfsson og Melanie Ubaldo.

Kling & Bang er staðsett á 3. hæð í Marshallhúsinu, Grandagarði 20, 101 Reykjavík.

///

Bad Company – artist talk

Next Sunday April 2nd at 2pm an open tour of the exhibition Bad Company will take place at Kling & Bang with artists Berglind Erna Tryggvadóttir and Leifur Ýmir Eyjólfsson. Ingibjörg Sigurjónsdóttir will lead the talk. Admission is free.

Bad Company is a group show of eight emerging artists. It is a selection of statements from the roaring young Reykjavík scene. The artists work across mediums and the show will include new performance work, paintings, sculptures and video work.

Exhibiting artists: Árni Jónsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir & Rúnar Örn Marinósson, Hrefna Hörn Leifsdóttir & Sarah Rosengarten, Leifur Ýmir Eyjólfsson and Melanie Ubaldo.

Kling & Bang is located on the 3rd floor of The Marshall house, Grandagarður 20, 101 Reykjavík

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com