Skúlptúrgarðurinn – vinnusmiðja fyrir 10 ára +/-

6799c51e-d027-47c5-b7e8-8cc599840aec

 

Skúlptúrgarðurinn – vinnusmiðja fyrir 10 ára +/-

Laugardagur 21.febrúar kl.14-16
Stúdíó Gerðar – síðasta sýningarhelgi

Guðrún Benónýsdóttir, myndlistarmaður leiðir vinnusmiðju í tengslum við fræðslu- og upplifunarsýninguna Stúdíó Gerðar sem nú stendur yfir í safninu. Vinnusmiðjan er sniðin að börnum á bilinu 8-12 ára en fjölskyldur þeirra eru einnig velkomnar til þátttöku. Á þessari síðustu sýningarhelgi breytist Austursalur Gerðarsafns í opinn skúlptúrgarð þar sem unnið verður með þrívíð verk út frá skúlptúrum Gerðar Helgadóttur.

Innsetningin í Stúdíói Gerðar er innblásin af vinnustofu Gerðar Helgadóttur (1928-1975) en þar er jafnframt lögð áhersla á sköpun og ímyndunarafl þátttakenda. Hér gefst okkur tækifæri að upplifa listaverk, skissur og teikningar Gerðar okkur til ánægju og fróðleiks. Einnig hafa verið settar upp skapandi vinnustöðvar sem hafa veitt gestum tækifæri til að taka virkan þátt í uppbyggingu sýningarinnar. Með sýningunni leitast Gerðarsafn sérstaklega við að bjóða upp á möguleika í safnfræðslu. Listamaðurinn Guðrún Benónýsdóttir er hugmyndasmiður sýningarinnar í samstarfi við Gerðarsafn.

Allir velkomnir!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com