Image006

Skuggaleikur – listasmiðja

Skuggaleikur – listasmiðja
Laugardaginn 12. desember kl. 13 verður haldin skuggaleg sögusmiðja fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Börnin hjálpast að við að skapa sögu sem jafnóðum er unnin á grafískan hátt með ljósi og skuggum. Listasmiðjan er haldin í Apótekarasal Hafnarborgar og gengið er inn Strandgötumegin.

Listasmiðjan er á vegum Hafnarborgar og er partur af Jólaþorpi Hafnarfjarðar en ýtarlega dagskrá Jólaþorpsins má finna á heimasíðu Hafnarfjarðar.

Leik- og fræðslustofur Hafnarborgar opnaðar.
Nýlega voru opnaðar fræðslustofur inn af aðal sýningarsal Hafnarborgar á annarri hæð safnsins. Í stofunum er stefnt að því að leikur og fræðsla séu í fyrirrúmi. Börn og fullorðnir geti unað sér við lestur eða leik en skapandi og falleg leikföng hafa verið sérvalinn fyrir rýmið. Fræðslustofurnar verða prufukeyrðar frá og með laugardeginum 12. desember og verða svo opnar framvegis á opnunartíma safnsins. Þennan opnunardag er hægt að koma og eiga notalega fjölskyldustund í skapandi umhverfi og gætt sér á mandarínum og piparkökum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com