Untitled 2

Skrímslasmiðja í Gerðarsafni

Skrímslasmiðja í Gerðarsafni

Verið velkomin í skrímslasmiðju í Gerðarsafni á laugardaginn, 12. mars kl. 13-15. Smiðjan byrjar á rannsóknarleiðangri í gegnum safneignarsýninguna Blint stefnumót í leit að furðuverum og ævintýrastöðum. Eftir leiðangurinn munum við búa til okkar eigin skrímsli í Stúdíói Gerðar á neðri hæð safnsins.

Smiðjan hentar allri fjölskyldunni og er opin öllum. Smiðjan byrjar stundvíslega kl. 13 og stendur í tvo tíma.

Skrímslasmiðjan er hluti af fjölskyldustundum í menningarhúsunum í Hamraborginni. Alla laugardaga í vor er boðið upp á viðburði fyrir fjölskylduna ýmist í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum. Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga og hefjast viðburðirnir alltaf kl. 13. Skrímslasmiðjan er fjölskyldustund þessarar viku. Á laugardaginn 19. mars verður boðið upp á páskaföndur í Bókasafni Kópavogs frá kl. 13.

Samhliða smiðjunni eru safneignarsýningin Blint stefnumót og rannsóknarrýmið +Safneignin opin. Garðskálinn er opinn á neðri hæð safnsins og á matseðlinum eru brunch eggjabaka, súpa, smurbrauð og kökur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com