SIM Logo

Skrifstofan í Hafnarstræti opnar aftur

Kæru félagsmenn SÍM

Frá og með deginum í dag, 4.maí 2020, mun skrifstofan í Hafnarstræti vera opin á sínum venjulega tíma, frá 10 – 16 alla virka daga.

Starfsmenn SÍM hafa verið að vinna að heiman undanfarnar vikur og erum við því einstaklega spennt fyrir því að geta opnað skrifstofuna aftur.

Flest hafið þið fengið vinabeiðni frá okkur á Facebook, en það er liður í því að getað miðlað til ykkar upplýsingum um leið og þær liggja fyrir hjá okkur. Enn fremur hafið þið fengið boð um að “líka við” síðuna Samband íslenskra myndlistarmanna, en þar birtast allar fréttir sem við birtum á heimasíðu SÍM, www.sim.is, og hvetjum við ykkur til að smella á like/líka við svo ekkert fari framhjá ykkur.

Næstu dagar fara í að vinna úr innsendum óskum um að fá Stara sent heim í pósti og við biðjum ykkur að vera þolinmóð.

Í ljósi fjölda óska eftir tímaritinu höfum við ákveðið að senda aðeins eitt eintak á hvert heimili svo að fleiri geti fengið eintak. Það er aðeins ákveðinn fjöldi í boði og því möguleiki á að ekki allir geti fengið eintak.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com