Raudurflotur

Skráning á ráðstefnu og námskeið í samningatækni

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FYLLA ÚT SKRÁNINGARBLAÐ

Svona verður framtíðin, hvernig komumst við þangað..?

– Ráðstefna og námskeið í samningatækni –

 

Ráðstefna á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna verður haldin föstudaginn 21. apríl 2017, frá kl. 10:00 til 16:00

í Rúgbrauðsgerðinni, 4. hæð, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðu myndlistarmanna á Íslandi,  mannréttindi í tengslum við kjarabaráttu myndlistarmanna og litið til nágrannaríkjanna til samanburðar við stöðuna hér á landi.

Ráðstefnan endar á námskeiði um grunnatriði í samningatækni.

Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir félagsmenn SÍM og kr. 3.000 fyrir aðra gesti. Námskeið um grunnatriði í samningatækni er innifalið í

skráningargjaldinu ásamt léttum hádegisverði, morgunhressingu og síðdegishressingu.

Skráning fer fram hér – athugið að sætafjöldi er takmarkaður.

Hér er viðburðurinn á Facebook

 

Dagskrá:

09.40 – 10.00: Húsið opnar – skráning

10:00: Ávarp fundarstjóra, Vilhelm Anton Jonsson

10.10: Jafnrétti, gegnsæi og heilbrigt vinnuumhverfi: þess vegna borgum við myndlistarmönnum

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM mun fjalla um herferð SÍM og gerð draga að framlagssamningi milli myndlistarmanna og opinberra safna á Íslandi. Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar á vegum SÍM um stöðu félagsmanna árið 2016 og næstu skref í hagsmunabaráttu SÍM fyrir bættum kjörum myndlistarmanna.

10.30: Sumir eru jafnari en aðrir – Felast möguleg lagabrot í því að greiða ekki listamönnum laun?

Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur, heldur erindi.

10.50: Afhjúpun

Styrmir Örn Guðmundsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir, myndlistarmenn flytja gjörning.

11.10: Laun fyrir vinnu

Hilde Tørdal, formaður NBK, Norske Billedkunstnere, hagsmunasamtaka myndlistarmanna í Noregi.

Hilde mun segja frá herferðinni Laun fyrir vinnu sem NBK setti af stað 2012 og tilraunaverkefni norska ríkisins, en frá á árinu 2013 hafa nokkur söfn og gallerí fengið fjárveitingu til þess að greiða myndlistarmönnum vegna sýningarhalds. Niðurstaða tilraunaverkefnisins verður notað sem grunnur að samningi sem hægt verður að nota á landsvísu í Noregi.

11.30: Bildende Kunstneres Hjelpefond

Hege Imerslund, framkvæmdastjóri hjá Bildende Kunstneres Hjelpefond (Styrktarsjóður myndlistarmanna í Noregi). Hege mun kynna sjóðinn, stofnun hans og hvernig hann er fjármagnaður. Farið verður yfir árleg framlög til verkefna og hvernig sjóðurinn styður við myndlistarlífið í Noregi.

11:50:  Umræður og spurningar úr sal

12.20:  Hádegisverðarhlé

13.00:  Námskeið –  Grunnatriði í samningatækni

Leiðbeinandi er Ingvar Sverrisson, MBA. Ingvar hefur rekið sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki um langt skeið og aðstoðað fjölda fyrirtækja og félagasamtaka í samningaviðræðum.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í samningatækni, samskipti við viðskiptavini og sölumál eftir því sem við á. Þátttakendur semja sín á milli og reyna sig þannig í mismunandi aðstæðum og í framhaldinu verður rætt um niðurstöðuna og hún krufin. Einnig verður farið yfir vænlegustu leiðir að lokun samninga. Lykilatriði við að ná árangri er að félagsmenn gangi sjálfsöruggir að samningaborði og búi til aðstæður þar sem allir samningaaðilar byggja upp traust til framtíðar litið.

16.00:  Lok ráðstefnunnar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com