11037049 945898262098683 3400330499285518381 N 300×212

Sköpun bernskunnar: barnanámskeið

11037049_945898262098683_3400330499285518381_n

 

Listasafnið á Akureyri mun halda barnanámskeið í tengslum við sýninguna Sköpun bernskunnar dagana 9. til 12. júní næstkomandi undir yfirskriftinni Skynjun, hreyfing, teikning. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum sex til tólf ára. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru myndlistarmennirnir Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve.
Um er að ræða skemmtilegt og skapandi fjögurra daga námskeið þar sem áhersla er lögð á hvern einstakling og frjálsa tjáningu með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Farið verður m.a. í liti regnbogans; hvernig þeir skína hver fyrir sig en saman mynda þeir heild. Unnið verður með allan líkamann í skynjun, hreyfingu og teikningu.
Námskeiðið fer að mestu fram í Ketilhúsinu sem staðsett er í Listagilinu en þriðji dagur námskeiðsins fer fram utandyra, ef veður leyfir. Fyrirhugað er að sýna úrval af verkum barnanna, unnin á þessu námskeiði, á sýningunni Sköpun bernskunnar á næsta ári.

 

Nánar upplýsingar og skráning á www.listak.is

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com