21231841 852988658238042 2596442856237233898 N

„SKÁN” / “SKIN DEEP”

„SKÁN” / “SKIN DEEP”
Opnun: Föstudaginn 8. september kl. 20.00!

Komið nú öll sæl og blessuð og verið velkomin á þriðju sýningu sýningaraðarinnar „Eitt sett”. Í Grasagarðinum innan um svífandi frjókorn hittust spíran Klængur Gunnarsson & plantan Olga Bergmann. Þau mökuðu yfirborð sitt með brúnkuklútum, drukku sinn latte og ærsluðust í grasinu. Upp úr því sveif lítið frjókorn sem dafnaði vel og óx upp í sýninguna „Skán” / “Skin Deep”. Hugmynd sýningaraðarinnar er jú að stefna saman tveimur myndlistarmönnum sem komir eru mislangt í ferli sínum í von um að samruni þeirra opni á nýjar tengingar sem dreifi ferskum næringarefnum út í umhverfið.

Á tjörn synda endur í hringi og horfa votum augun á áhugalaust mannfólkið. Gráleitir fótleggir spígspora milli rjóðra og sjúga í sig síðustu geisla sólarinnar. Í beljandi ám Síberíu rekur óharðnaða viðarboli af stað út í óvissuna þar sem þeir dansa um á yfirborðinu og sjúga í sig upplýsingar. Í fangi viðtakandans miðla drumbarnir reynslu sinni uns þeir lognast útaf. Búttaðar býflugur svíkjast um og gæða sér á bráðnandi frostpinnum á meðan garðyrkjumaðurinn stöðvar traktorinn til þess eins að sleikja glassúrskánina af snúðnum.

Sýningin stendur til 30. september 2017.

Sýningarstjórar: Una Margrét Árnadóttir & Unndór Egill Jónsson

-Sýningaröðin “Eitt sett” samanstendur af fjórum sýningum í Harbinger á árinu 2017. Sýningarröðin er styrkt af Myndlistarsjóði.

OPNUNARTÍMAR HARBINGER:

Fimmtudagar: 17.00 – 20.00
Föstudagar: 14.00 – 17.00
Laugardagar: 14.00 – 17.00

 

Harbinger

Freyjugata 1, 101 Reykjavík, Iceland


___________________________________________

„SKÁN” / “SKIN DEEP”
Opening: Friday September 8th, @ 8pm!

Hello there and welcome to the third exhibition in the series „Eitt sett” / “One set”. In the Botanical Gardens surrounded by floating pollens the sprout Klængur Gunnarsson & the plant Olga Bergmann met. They drank their latte, covered their surface with tanning towelettes and fooled around in the grass until suddenly a tiny pollen soared into the air. It grew and flourished into the exhibition “Skin Deep”. The idea behind this series is precisely to bring together two artists with different sets of experience in hope of opening up a channel for nutrients to float freely between them.

In the pond the ducks swim in circles with their tearful eyes while looking at the detached human beings passing by. Pale legs stroll between the bushes desperately trying to catch the last glimpse from the summer sun. In the raging rivers of Siberia the unripe tree trunks drift away into the unknown, dancing on the surface, sucking in all the information around them. In the arms of the receiver the log passes on its knowledge before passing out. Chubby bees cheat by stuffing themselves with melted ice lollies while the gardener takes a break to lick only the glaze of the bun.

The exhibition is open until September 30th 2017.

Curators: Unndór Egill Jónsson & Una Margrét Árnadóttir

-The exhibition series “One set” include four exhibitions in Harbinger in the year 2017. The exhibition series are supported by the Icelandic Visual Arts Fund.

HARBINGER OPENING HOURS:

Thursdays: 17.00 – 20.00
Fridays: 14.00 – 17.00
Saturdays: 14.00 – 17.00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com