9ac9a853 De86 4064 92ef A8ad8e7d161f

Skaftfell: Verk á pappír / Works on paper

Verk á pappír / Works on paper
Angelica Falkeling & Anna Łuczak

(English below)

Opnun föstudaginn 26. okt kl.17:00
Gallerí Vesturveggur

Listamennirnir Angelica Falkeling og Anna Łuczak opna sýninguna Verk á pappír í Gallerí Vesturvegg föstudaginn 26. okt kl. 17:00. Léttar veitingar í boði.

Þessi staður hefur þokukennt yfirbragð líkt og opnunaratriðið í Fargo. Kumiko hélt að peningarnir væru ekta og fór að veiða. James Bond keyrði bílnum sínum yfir Vatnajökul og nálægt Eyjafjallajökul, það sást til R2-D2 ásamt Chewbacca og nokkurra stormsveitarmanna.

Fyrir Verk á pappír þróuðu listamennirnir myndraðir, bæði teikningar og klippimyndir, sem þær unnu saman. Verkin eru undir áhrifum frá myndbandsverki sem þær sáu á Listasafni Reykjavíkur og samanstóð af stuttum bútum úr mörgum kvikmyndum sem teknar voru upp á Íslandi. Flestir bútarnir voru úr stórmyndum frá Hollywood, m.a. úr spennumyndum eins og James Bond, Star Wars, Batman, Fast&Furious og Star Trek. Í myndröðunum hafa listamennirnir notað myndmál myndbandsverksins sem útgangspunkt fyrir nýtt verk sem hverfist um framsetningu landslags á tímum stafrænnar tækni. Hugmyndir um landslag tvinnast saman við persónusköpun, lífstíls myndmál og nærmyndir af fjöldann allan af kvikmyndum og vísunum í poppmenningu. Myndraðirnar eru hluti af stærra verkefni Falkeling og Łuczak sem nefnist Tilfinningarásin.

Með opnun þessarar sýningar gengur Gallerí Vesturveggur, sem er staðsett í Skaftfell Bistró, í endurnýjun lífdaga. Galleríið var sett á laggirnar árið 2003 og hýsti það fjölmargar sýningar þar til 2014 þegar það var sett í hvíld.
.

/////

Opening Friday Oct 26 at 17.00
West Wall Gallery

Artists Angelica Falkeling and Anna Łuczak open the exhibition Works on paper in the West Wall gallery this Friday at 17.00. Light refreshments will be served.

This place has the smoogy look as the opening scene of Fargo. Kumiko thought the money was real and went for a hunt. James Bond drove with his car over Vatnajökull and close to Eyjafjallajökull, R2-D2 with Chewbacca and some Stormtroopers were seen.

For Works on Paper the artists have developed their first collaborative series of drawings and collages, inspired by their encounter with a video work at Reykjavik Art Museum, which was composed of short clips taken from various films produced in Iceland. They were mostly Hollywood blockbusters and action films, such as James Bond, Star Wars, Batman, Fast&Furious, and Star Trek. With Works on Paper the artists have taken the video’s imagery as a starting point for a new body of work around landscape representation in a digital age. Ideas of landscape are interlaced with character developments, life-style imagery, and close-ups from the fields of cinema and pop-culture. The Works on Paper series is a part of Falkeling and Łuczak’s project Emotional Channel featuring two publications and a collage by Connie Butler.

This exhibition marks the relaunch of the West Wall gallery, which is located in Skaftfell Bistró. The gallery was established in 2003 and hosted many exhibitions until 2014 when it was put on ice.

More

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com