C59ec99c 9462 4776 B41a 6324d135727f

Skaftfell: Teikninámskeið, enduropnun Bistrósins og pollur-spegill.

Teikninámskeið, enduropnun Bistrósins og pollur-spegill. / Drawing course, the reopening of the Bistro and pollur-spegill in the gallery.

 

Teikninámskeið fyrir 12 ára og eldri
Drawing course, for age 12 and up

Í byrjun nóvember hefst 5 vikna teikninámskeið fyrir áhugasama og forvitna teiknara. Námskeiðið er í boði fyrir 12 ára og eldri, líka fullorðna. Áhersla verður lögð á að kynna og þjálfa mismunandi tækni og teiknistíla. Æfingarnar fela meðal annars í sér að fínstilla sjón og skynjun, virkja vinstra heilahvelið, finna eigin stíl og teikna módel.

Námskeiðið fer fram á ensku en leiðbeinandinn skilur ágætlega íslensku.

Aldur: 12 ára og eldri. Líka fullorðnir!
Tímabil: 6. nóvember – 6. desember, mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:30
Fjöldi kennslustunda: 15 klst.
Staðsetning: í myndmenntastofu Seyðisfjarðarskóla
Leiðbeinandi: Litten Nyström
Verð: 15.000 kr. Innifalið allt efni og áhöld.
Skráning: fraedsla(a)skaftfell.is

In the beginning of November starts a drawing course for curious and enthusiastic drawers. The course is aimed for age 12 and older, also grown ups. The main focus will be on introducing and training different drawing techniques and styles. Participants will do various exercised for eye-hand coordination and enhancing perception, activating the left ventricle, as well as finding their own drawing style and model drawing. The course will take place in English.

Age: 12 year and older, also grown ups.
Period: November 6 – December 6, Mondays and Wednesdays from 15.00-16.30.
Total hours: 15.
Location: the visual art class room in Seyðisfjarðarskóli.
Instructor: Litten Nyström.
Price: 15.000 ISK, all included.
Registration: fraedsla(a)skaftfell.is

Síðasti skráningardagur er
föstudaginn 3. nóvember
Last day of registration is
Friday Nov 3.

 

Bistróið aftur búið að opna
The Bistro has reopened

Skaftfell Bistró er búið að opna aftur og opnar héðan í frá daglega kl. 15:00, eldhúsið lokar kl. 21:00.
Í Bistrói Skaftfells er boðið uppá ilmandi kaffi, tertur og sætindi, seðjandi mat, pizzur, öl, vín og aðrar veigar. Skaftfell er aðsetur Dieter Roth Akademíunnar á Íslandi og er veitingastofan innréttuð í anda meistara Dieter Roth. Þar er hægt að skoða bókverk hans og annara bókverka og listaverkbóka í bókasafninu. Hægt er að lesa nánar um hugmyndafræði og tilurð Bistrósins hér.
The Bistro has reopening and from on open at 15.00, kitchen closes at 21.00.Skaftfell Bistro offers fulfilling food, pizzas, aromatic coffee, delicious cakes and sweets, ale, wine and other beverages. Skaftfell is, amongst other things, the residence of the Dieter Roth Academy and the Bistro is furnished in the spirit of the late artist Dieter Roth. There his book works are on display along with other interesting art books and book art. You can read more about the concept here.

 

Í sýningarsalnum
In the gallery

 Ljósm./Photo: Nikolas Grabar

 

Margrét H. Blöndal
7. okt – 26. nóv, 2017.
Ég var á ferð fótgangandi, áverkar á stígum mynduðu dældir fyrir vatn sem hefur fossað frá himninum síðustu daga.  Spegill spegill herm þú mér.  Sumir eru drullug díki, aðrir grárri og svo getur glitt í tæran botninn.  Pollur er djúpur, gljúpur sem gleypir og fær eitthvað til að hverfa.  Spegill flatur – tví- og þrívítt á víxl – samt getur maður horft inn í óendanleikann – eða ekki.  Pollur er hjúpur um áverka, hylur eða undirstrikar – allt eftir því hvað þú vilt og vilt. Pollur er dulargervi – spegill – þú felur þig eða framkallast í eigin ímynd.
Margrét H. Blöndal
Oct 7 – Nov 26, 2017.
I was moving along on foot, water that had pored from the sky filled the dents in the paths. Mirror, mirror on my way. Some are muddy holes, others opaque and then somewhere the clear bottom glitters through. A puddle is deep, sodden which swallows and makes something vanish. A mirror is flat – true or free dimensional – still you can look into the infinity – or not. A puddle coats a damage, it covers or emphasizes – depending on what you want and want. A puddle is a disguise – the reflection – you appear or disappear behind your own image.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com