55527e29 1616 490c A2e7 49010d6834a4

Skaftfell: Síðasta sýningarhelgi – Þögul athöfn / Last exhibition weekend – Silent Act

(English below)

Komið er að sýningarlokum á einkasýningu Hönnu Kristínar Birgisdóttur, Þögul Athöfn.

Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 11. júní. Skaftfell er opið daglega frá kl. 12:00-21:00, enginn aðgangseyrir.

Um sýninguna skrifa sýningarstjórinn Gavin Morrison:
Að koma inn í sýningarsalinn er einsog að ganga inn í rými þar sem einhver aðgerð er nýafstaðin. Það sem eftir stendur er vitnisburður um tilteknar athafnir en gerendurnir hafa yfirgefið svæðið. Samansafn munanna á staðnum gera manni mögulega kleift að skilja hvað gekk á en tilgangur aðgerðanna liggur á huldu. Leifarnar virka ruglingslegar og skrítnar en eru ekki beinlínis absúrd. Við skiljum formin og tengsl athafnanna, við þekkjum tennisvöllinn og reglur leiksins. En í formunum er einsog sagan sem verið er að segja hafi verið lítið eitt afvegaleidd. Kannski tilheyra báðir skúlptúrarnir einni og sömu sögunni. Við getum giskað á það en fáum það líklega ekki staðfest. Það eina sem við höfum er þögull vitnisburður um athöfn.

Nánar

Hanna Kristín Birgisdóttir, f. 1989, býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands með BA-gráðu árið 2014. Meðal sýningarverkefna sem hún hefur tekið þátt í má nefna: Like a breath being compressed into a high pitched sound, Kling&Bang, Reykjavík, hluti af Sequences Art Festival 2015, Svona, svona, svona, Safnahúsið í Reykjavík, 2014 og Rottan á Hjalteyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, 2014.


The solo exhibition by Hanna Kristín Birgisdóttir, Silent Act, concludes this weekend.

Last exhibition day is Sunday June 11. Skaftfell open daily from 12.00-21.00, no entrance fee.

In his text curator Gavin Morrison writes:
Entering the gallery is like coming upon the scene of recently ceased activities. The evidence for determined actions is present but its instigators have departed. From the accumulation of artefacts it is possible to understand something of what has gone on here, but what is not evident is the intention of the actions. The evidential remains appear confounding but are not exactly absurd. We understand the logical forms of those acts–we know of industrial extraction and the rules of tennis, but in these forms the narrative has gone askew. Perhaps the two sculptures belong to a single narrative structure but confirmation of such conjectures is unlikely to occur. All that there is that which there is evidence for.

More

Hanna Kristín Birgisdóttir, b. 1989, lives and works in Reykjavík. Hanna graduated with BA degree from the Iceland Academy of the Arts in 2014. Recent exhibitions include: Like a breath being compressed into a high pitched sound, Kling&Bang, Reykjavík, a part of Sequences Art Festival 2015, Svona, svona, svona, Safnahúsið in Reykjavík, 2014 and Rottan á Hjalteyri, Verksmiðjan in Hjalteyri, 2014.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com