50d88474 424f 41ef Bf69 Fd4dffc5346a

Skaftfell: Printing Matter – Ákafi / Intensity

(ENGLISH BELOW)

Mánudaginn 26. feb, kl. 16:00-18:00
Tækniminjasafn Austurlands

Ash Kilmartin (NZ), Christiane Bergelt (DE), Gill Partington (UK), Katalin Kuse (DE),
Lucia Gašparovičová (SK), Mari Anniina Mathlin (FI), Patrick Blenkarn (CA)

Síðustu þrjár vikur hefur hópur alþjóðlegra listamanna tekið þátt í þematengdri vinnustofu, „Printing Matter“, þar sem prentun og bókverkagerð eru rannsökuð bæði verklega og hugmyndafræðilega. Leiðbeinandi er danska listakonan og grafíski hönnuðurinn Åse Eg Jörgensen og hefur hópurinn m.a. verið með vinnuaðstöðu á Tækniminjasafninu. Myndlistarkonan Litten Nyström hefur verið þeim innan handar.

“Printing Matter” er vinnustofa þar sem áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf í tengslum við prentun og bókverk og er þátttakendum uppálagt að deila úr eigin reynslubanka. Í upphafi kynntu allir bakgrunn og fyrri verk auk þess sem hver og einn útbjó og kynnti einfalt verkefni í tengslum við prentun sem allir unnu á sinn hátt. Lokamarkmiðið var að gera hvert sitt bókverkið í ákveðnu upplagi og voru til þess nýttar pressur sem Tækniminjasafnið hefur að geyma bæði til að gera há-, lág- og steinþrykk.

Óhætt er að segja að á undanförnum þremur vikum hafi ríkt mikil stemmning og sköpunargleði á safninu. Eftir margskonar tilraunir og prófanir þátttakenda námskeiðsins gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða afraksturinn í Tækniminjasafninu mánudaginn 26. feb frá kl. 16:00-18:00.

Börn eru sérstaklega velkomin og fá þau að spreyta sig við prentun í þartilgerðri barnvænni aðstöðu.

Sjá nánar: http://skaftfell.is/printing-matter-akafi/

//////

Monday Feb 26, at 16.00-18.00
The Technical Museum of East Iceland

Ash Kilmartin (NZ), Christiane Bergelt (DE), Gill Partington (UK), Katalin Kuse (DE),
Lucia Gašparovičová (SK), Mari Anniina Mathlin (FI), Patrick Blenkarn (CA)

For the past three weeks a group of international artists have participated in a thematic residency, entitled Printing Matter, at Skaftfell. During this period the artists have explored the art of print and book making both on a practical and conceptual level. The process has taken place in, among other places, the Technical Museum of East Iceland and is lead by Danish artist and graphic designer Åse Eg Jørgensen with the assistance of Litten Nystrøm, an artist based in Seyðisfjörður.

The Printing Matter residency aims to create a platform for exchange, discussion and collaboration in relation to printing and book making as well as sharing professional interests in the topic. The process started with introductions where each artists presented their background and artistic practice, followed by a simple printing project that each participant resolved in their own manner. Hereafter the artists started working on the final goal of the workshop: to make their own artist’s books.

At the Technical Museum the artists had access to three hand-driven presses,once donated to the museum by the late Dieter Roth; proofing press, intaglio press and lithographic press, and it’s safe to say that for the past weeks the creative juices have been flowing.

After many tests and experiments guests are welcome to view the results in the Technical Museum this Monday, February 26, from 16.00-18.00.

Children are especially welcome and can try a simple printing technique in a special kid-friendly corner.

More  info: http://skaftfell.is/printing-matter-intensity/?lang=en

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com