Prefab Collage 840×320 1

Skaftfell: Opnun / Opening:  PREFAB / FORSMÍÐ

Verið kærlega velkomin á opnun

PREFAB / FORSMÍÐ
Sýningarstjóri: Guja Dögg Hauksdóttir

Opnun: Laugardaginn 26. september, 2020
kl. 14:00-18:00 í sýningarsal Skaftfells

Sýningin stendur frá 26. september til 20. desember, 2020. Ókeypis aðgangur.

Opnunartími: Mið-lau kl. 12:00-16:00.
Lokað sun-þri

Einingahús, þ.e. byggingar úr einingum sem eru forsmíðaðar í verksmiðju og svo fluttar og settar saman á endanlegum stað eru grundvallandi fyrir þróun byggðar í Seyðisfjarðarkaupstað. Á sýningunni PREFAB / FORSMÍÐ verða tekin fyrir þrjú dæmi um forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrif byggingarlistar á líf okkar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð manngerðs umhverfis.

Einingahúsin sem fjallað er um á sýningunni eru frá seinni hluta 19. aldar til okkar daga. Hvert verk er einkennandi fyrir fagurfræðilega nálgun hvers tíma. Elsta verkið er Stefánshús, svokallað katalóghús í sveitserstíl, íbúðarhús sem hannað var og smíðað í verksmiðju í Noregi, tekið niður og sett upp aftur á Seyðisfirði 1899. Annað verkið er Le Cabanon, sumarbústaður frá árinu 1951 sem módernista arkitektinn Le Corbusier (1887-1965) hannaði fyrir sjálfan sig. Bústaðurinn var byggður á smíðaverkstæði á Korsíku og var fluttur þaðan í einingum sem settar voru upp á lóðinni að Roquebrune-Cap-Martin á Cote-d’Azure í Frakklandi. Þriðja verkið er Nest (Hreiður) eftir Rintala Eggertsson arkitekta, sem er stofnsett í Osló af þeim Sami Rintala frá Finnlandi og Degi Eggertssyni frá Íslandi. Hreiður er eins konar kerfi húshluta af forsmíðuðum einingum sem þróað var árið 2016 til að koma til móts við vaxandi straum flóttamanna með neyðarbústöðum af almennilegum gæðum fyrir fjölskyldur í hörmulegum aðstæðum.

Áherslan á fagurfræðilegan þátt viðfangsefnisins er undirstrikuð með samspili þrívíðu innsetninganna við nýja myndlist eftir þrjá samtíma listamenn. Það eru María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir með Vatnaverk (2020), Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir með My hand, your hand (2019), og Arnór Kári Egilsson með Glit (2020).  

Með sýningunni hefur verið þróað listfræðsluverkefni fyrir grunnskólanemendur á miðstigi og nemendur á listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Verkefnið er í boði BRAS, menningarhátið barna og ungmenna á Austurlandi, og List fyrir alla.

Welcome to the opening of
PREFAB / FORSMÍÐ
Curated by: Guja Dögg Hauksdóttir
Opening: Saturday, September 26, 2020
14:00-18:00 in the Skaftfell gallery

The exhibition will be on view from September 26 to December 20, 2020. Free entry.

Opening times: Wed-Sat 12:00-16:00.
Closed Sun-Tue.

Prefabricated architecture, that is buildings constructed in a factory and transported to be assembled on-site, has been fundamental to the development of the urban fabric of Seyðisfjörður.
The exhibition PREFAB / FORSMÍÐ will consider three examples of European prefabricated housing as a means to reflect on the ways in which architecture determines how we live, and to invite reflection on what types of prefabricated housing are suitable for the future. 

The three examples of prefabricated architecture are from the 1800s to the present day. Each one approaches architecture in a different way. The first example is one of the timber catalogue houses from the late 1800s which were constructed in factories in Norway, dismantled and then re-built in Seyðisfjörður. The second is the 1951 holiday cabin which the modernist architect Le Corbusier (1887-1965) designed for himself. It was built by a carpentry firm in Corsica and transported to its site at Roquebrune-Cap-Martin on the Cote-d’azure, France. The third project will be the Nest system by the Oslo based contemporary practice Rintala Eggertsson Architects, founded by Sami Rintala and Dagur Eggertsson. Nest was developed in 2016 with a view to the migrant crisis and to explore the possibility of providing quality housing to families and individuals in the most dire situation.

To emphasize the aesthetic approach on the matter, the architecture installations will be put into atmospheric dialog with new artwork by three contemporary artists: Waterwork (Vatnaverk, 2020) by María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir, Your hand, my hand (2019) by Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, and Sparkle (Glit, 2020) by Arnór Kári Egilsson.   

In connection with the exhibition, Skaftfell and Guja Dögg have developed an art education project for primary school and high school students in East Iceland. The program is part of BRAS (Children’s Culture Festival) and List fyrir alla (Art for all).


WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com